“Má ég fá að hringja stutt símtal hjá þér?”
“Nei, ég á ekki inneign.”

Hver hefur ekki lent í því að klára inneignina sína (nema náttúrulega fólk sem er í reikning). Það er afar pirrandi og manni líður eins og hálfvita að geta ekki sent fólki SMS og hring í afa til að láta skutla sér eitthvað. En grein mín á að fjalla um leiðinlegan atburð sem hendi mig í seinustu viku.

Ég fór í ferð með skólanum mínum, FSu, og það kom að því að við fengjum að fara á röltið á Laugarveginum. Ég átti enga inneign og ákvað að stökkva og kaupa mér. Ég bara keypti mér einhvern þúsund kall og setti hann í símann en nennti ekki að hlusta á konuna segja hvað ég ætti mikla inneign. Svo ætlaði ég að hringja í 1818 til að vita hver hefði hringt í mig en þá átti ég ekki neina inneign. Snjöll að vanda hringdi ég í 1771 og sagði kallinu að inneignin hefði ekki farið inn á reikninginn en hann sagði bara:“ Því miður er ekkert hægt að hjálpa þér því þú er ekki með miðann. Vittu hvort peningurinn sé ekki kominn inn á morgun”. Ég náttlega brjálaðist og skellti á og er ekki enn búin að fá inneignina mína. Nú er ég ótrúlega vond!! :@