Símanum mínum var stolið fyrir rétt rúmu ári síðan. Ég fór strax og tilkynnti hann stolinn og borgaði fyrir að láta rekja hann. Líklega hefur starfsmaður á einum pizzastaðanna í Reykjavík tekið símann, þar sem honum var stolið þar og ég var eini viðskiptavinurinn á staðnum, en þurfti að skreppa frá í 5 mínútur og gleymdi símanum á borðinu mínu. Núna er liðið ár síðan og ekkert bólar á símanum. Þegar ég tilkynnti hann stolinn þá spurði ég þá hjá Íslandssíma hvort ég ætti ekki að láta þá fá imei númerið á símanum, en þeir sögðust vera með það, þannig að ég þyrfti ekki að láta þá fá það. Núna í síðustu viku fór ég í Íslandssíma og spurði hvernig gengi með leitina. Þá kom það í ljós að þeir hefðu líklega aldrei haft þetta blessaða imei númer og þar af leiðandi hafi aldrei verið leitað að símanum. Þar sem það er rúmt ár síðan ég keypti símann, þá er ég búinn að henda kassanum af símanum þar sem ég hafði þetta númer og get því ekki látið rekja símann héðan af.

Hafa fleiri lent í svipuðu? Þar sem ég hef heyrt að Íslandssími sé mjög “latur” við að rekja stolna síma. Hef það reyndar frá fólki sem vinnur við að rekja síma hjá öðru símafyrirtæki.

Kv,
Snarke
Flatus Lifir Enn