Tal og Íslandssími eru í dag eitt og sama fyrirtækið.
Þeirra bíður gífurleg vinna við að sameina fjarskiptakerfi fyrirtækisins og markaðsstarf.

Fjarskiptakerfin eru martröð út af fyrir sig, Tal rak búnað frá Nortel og Íslandssími frá Ericsson. Það er ólíklegt að það sé hægt að sameina þessi kerfi í eitt því hlutar þeirra eru eflaust ekki samhæfðir.

Annað og kannski enn verra mál er hvað á að gera við öll vörumerkin? Á að kasta vörumerkjum Íslandssíma fyrir Tals eða öfugt? Ætti að taka upp nýtt nafn á allt batteríið?

Mér þykir ólíklegt að nafn Halló verði notað, en mér þykir líklegast að öll vörumerkin verði látin flakka og nýtt nafn tekið upp. Spurningin er hvert það verður.

Ég hef heyrt 2 tillögur, Sónn og IceTel, en þetta er algerlega óstaðfest … og ég verð að segja ólíklegt.

Hvað þykir þér líklegt?