6210 - mjög góðir símar! Fyrir tveimur árum fékk ég Nokia farsíma (6210). Og verð ég bara að viðurkenna að síminn minn er mjög góður.
Þeir eru ekki með neinn varnardót utaná sér og ef að það kemur eitthvað inn á hann er ekki hægt að taka frontið af.
En um daginn þá var ég að labba út úr bíl í rigningu og síminn minn var í sætinu og datt hann ekki á hvolf oní poll og ég bara shitt…..(má kannski ekki segja þetta, en bíttar engu). Ég tók batteríið af og þurkaði hann en það kom ekkert fyrir hann! Ég hélt að hann mundi eitthvað klikka (kannski vera seinvirkur eða eitthvað) en ekkert klikkaði, hann var bara eins og hann væri glænýr :)
En hins vegar hefur fullt af fólki sem ég þekki átt svona síma og þeir hafa eyðinlagst (kannski hafa þeir bara ekki passað vel upp á hann) ég veit ekki.
Ég hef minn reyndar alltaf í hulstri! En mín reynsla af 6210 er mjög góð, ég mæli með þessum símum (þó að þeir eru soldið dýrir :)

kv.
Hrund