Tekið af mbl.is
Pétur Pétursson, upplýsinga- og kynningarstjóri Íslandssíma, segir hins vegar að fyrirtækið muni fara sér hægt í uppsetningu á MMS-búnaði. Hann segir tvær meginástæður liggja að baki. Önnur sé sú að fá símtæki, sem styðja slíka símtækni, séu í umferð og slíkir farsímar séu jafnframt dýrir. Hin ástæðan sé sú að símstöðvarbúnaðurinn, sem er í boði sé enn í þróun og því muni um hvern mánuð sem líður.

Eitt sem mig langar að benda á er að nokia 3510i kostar 22.980 hjá símanum og gæti þess vegna verið ódyrari einhvers staðar annars staðar og styður hann mms…. kallast það nú ekki mjög dýrt.
En aftur á móti er mms búnaðurinn ábyggilega í þróunn.

Síminn er kominn með þetta í prufu og getur fólk með MMS síma fengið stillingar sendar í síman sinn með því að senda sms í 8900900 og í því þarf að koma fram símtegund “bil” MMS dæmi
“T68i mms” eða “7650 mms” þú getur líka farið í verslanir símans og beðið þá um að senda þér stillingar.
dæmi um síma sem styðja MMS eru: SonyEricsson T68i, T300, P800, Nokia 7210, 7650, 6610 og 3510i
Þú getur einnig fengið sent MMS þótt þú sért ekki með MMS síma þá færðu sent sms með lykilorði og ferð á www.vit.is/mms og skoðar MMS-ið.
Það sem er hægt að senda með mms eru JPEG og GIF myndir svo er líka hægt að senda hljóð AMR,ACC,WAV og MP3