Farsímabann á Bensínstöðvum Í Þýskalandi hefur nú verið sett bann að farsímar eru notaðir nálægt bensínstöðvum sinum.

Þetta er út af hættunni á íkveikju og bruna.

Einn lítill neisti frá farsímanum og það getur valdið hörmulegum atburði.

Áhyggjurnar út af þessu koma frá Bretlandi þar sem þrír brunar hafa orðið þegar viðkomandi hefur tekið á móti símtali í farsíma þegar þeir voru að taka bensín.

Í Svíþjóð er samt ekki verið að tala um að þetta er al-bann á notkun.

Fólk getur annað hvort lagt á eða hætt að dæla og svarað símtalinu

(Þýtt og staðfært af www.mobil.se)

Þannig að maður spyr sig á að banna síma á bensínstöðvum ?

Mér finnst það já, það er stundum malandi í síma úti við dælur og kemur svo inn blaðrandi og ég sem starfsmaður er að afgreiða og viðkomandi heldur áfram að tala í síman og maður veit ekkert hvað hann vill og svo fer stundum þannig að það bíða fleiri eftir afgreiðslu þá hef ég sagt við þann sem sem er að tala að annað hvort hættiru að tala eða ég afgreiði næsta. Oft hefur það dugað en ég vona að Skeljungur setji svona bann, Jafnvel hin olíufélögin.

Hversvegna er að svo að fólk talar ekki í farsíma í bönkum eða pósthúsum og á öðrum stöðum en þegar það kemur á bensínstöð þá skiptir það engu þótt þar sé skilti sem segir að bannað sér að tala í farsíma á meðan afgreiðslu setendur.

Svo mikil voru mín orð.