Nú á dögum eru gemsar það algengasta sem maður lítur augum á. Þú sérð þá í skólanum, bíói, og heima hjá þér. Allir eiga gemsa. Það er eiginlega ekki möguleiki að vakna eitthvern morgunninn og ákveða að maður sjái gemsa.

Það er samt eitt með þessa gemsa. Tilgangslausu hlutirnir. Þessu tilgangslausu hlutir eru farnir að gera vart við sig í nýjum gerðum Nokia síma. Samt er þetta ekki bara í nýjum Nokia símum.

Chat-ið: Gjörsamlega tilgangslaust. Eini munurinn að það kemur nafn á þér þegar þú sendir sms (líkt og á ircinu) og þú getur skrifað styttri sms.

Create picture: Að búa til mynd á símanum sínum. Ég hef reynt það. Ég bjó til kall sem endaði út eins og kassi með þrjú augu. Það tók mig hálftíma að gera hann.

Myndavél: Stafræn myndavél á gemsa. Mjög töff að eiga og maður leikur sér eflaust með þetta í nokkra daga. Svo nennir maður þessu ekki. Taka myndir af hverjum sem er.

Breyta lit á skjá: Panasonic hefur verið að koma með þessa skjái sem er hægt að breyta litnum á. Hægt er að velja á milli sex eða sjö lita. Sjálfur á ég Panasonic síma og ég breyti öðru hverju litnum ef ég er ekkert að gera. En til hvers? Þetta er jú tækni og tækni er góð. Alltaf þarf að kanna hana.

Raddhringing: Jú góð tækni en ég nota hana ekki. Ég sé mig ekki fyrir í Kringlunni og kalla ,,Heim” á símann minn. Svo kemur svo oft fyrir að þetta greinir ekki röddina að maður er orðin sneggri að slá inn númerið. Ég veit ekki hvað öðrum finnst og hvað aðrir gera.

Leikir: Þetta var vinsælt fyrir ári en núna hefur þetta alveg dottið út. Snake og þessir leikir. Sé mig ekki heldur í Kringlunni með gemsann í sófanum og í Snake. Þetta er ekki tilgangslaust en orðið svolítið hallærislegt ef ég á að hljóma eins og gelgja.

Þetta eru þeir hlutir sem mér persónulega finnst tilgangslausir. Ég veit ekki um ykkur hin.


Takk fyrir og veriði blessuð.