Nú er Nóvember runninn upp og það að hafa farsíma á eyranu undir stýri á bíl (á ferð náttúrulega) er ólöglegt og getur endað með fjársekt.

Það er hinsvegar löglegt að tala í farsíma á meðan á akstri stendur svo lengi sem notaður er handfrjáls búnaður.

Það eru til nokkrar gerðir af handfrjálsum búnað:

Handfrjáls búnaður með snúru og hljóðnema í belg á snúrunni. (Oft er svartakki á míkrófónsbelgnum)

Handfrjáls búnaður með snúru, með hljóðnemann innbyggðann í eyrnarstykkið. (T.d. frá Jabra)

Handfrjáls búnaður með snúru, með hljóðnema í bómu.

Þráðlaus (Bluetooth) handfrjáls búnaður

Handfrjálsar bíleiningar hafa verið sjaldséðar hingað til, en það gæti breyst.

Það eru til nokkrar gerðir af handfrjálsum bíleiningum:

Léttar bíleiningar sem hægt er að færa á milli bíla á einfaldann hátt. Þessar einingar hafa hátalara og oft á tíðum tengi fyrir venjulegann handfrjálsann búnað.

Stórar bíleiningar sem settar eru í bílinn af fagmönnum. Þessar einingar bjóða upp á bestu hljómgæði, en það er kostnaðarsamt að færa þær á milli bíla.

Bluetooth bíleiningar. Síminn tengist bíleiningunni þráðlaust með Bluetooth tengingu. Þessar einingar eru að koma á markað. Það sniðuga við þær er að síminn getur verið í vasa eigandans og samt verið tengdur bíleiningunni.

Búnaðurinn getur komið frá framleiðanda símtækisins eða öðrum framleiðanda.

Þá er það spurninginn. Hvað af þessu á maður að taka?

Til að vera öruggur um að handfrjálsi búnaðurinn virki örugglega sem skyldi er best að kaupa orginal búnað, hann er hannaður af framleiðanda símans með fullkomna virkni í huga.

Ef þú finnur ekki búnað við hæfi frá framleiðanda símans er hægt að skoða Óorginal búnað. Í því tilfelli er best að kaupa merkjavöru eins og til dæmis Jabra eða Plantronics. Þau eru næstbesti kosturinn í stöðunni. Þessi fyrirtæki hafa vörumerki til að vernda, og bjóða því góða vöru.

Versti kosturinn er hinsvegar handfrjáls búnaður sem er ekki merktur neinum sérstökum framleiðanda. Hann er venjulega ódýr vara sem endist stutt og getur valdið skaða á símtækinu. Ástæðan fyrir því að þessi búnaður er á markaðnum er sú að þetta er það sem markaðurinn vill, ódýr vara. Ef þú spyrð sölumann í símaverslun, þá er þetta það síðasta sem hann ráðleggur þér. Góðir sölumenn myndu ráða þér eindregið frá þessari tegund búnaðar.

Nýjasti valkosturinn í handfrjálsum búnað eru þráðlaus Bluetooth headset. Þá tengist handfrjálsi búnaðurinn símanum þráðlaust. Síminn þarf að hafa Bluetooth möguleika til að þetta sé hægt. Dæmi um Bluetooth síma er Ericsson R520, T39, T68m, SonyEricsson T68i, Nokia 6310, 6310i og 8910. Bluetooth headsettið þarf ekki að vera frá sama framleiðanda og síminn, enda er Bluetooth opinn staðall. Það ber samt að hafa varann á þegar kaupa á búnað fyrir Nokia síma, þeir eiga til að láta eins og Microsoft þegar kemur að samhæfni opinna staðla.


Ef þú notar símann mikið í bílnum er handfrjáls bíleining hugsanlega málið fyrir þig. Við þær eru oftast tengd útiloftnet til að tryggja besta mögulega samband við GSM kerfið. Yfirbygging bíls bætir nefnilga ekki sambandið við GSM kerfið.
Handfrjáls bíleining er með hátalara og míkrófón, sem þýðir að viðmælandinn er settur á “Speaker”. Það þarf því ekki að hengja handfrjálsann búnað í eyrað til að tala í símann. Oft á tíðum er innbyggt hleðslutæki í bíleiningunni.

Ég vona að þessi grein varpi smá ljósi á aukahlutafrumskóginn og auðvldi þér að velja rétt!