Þetta er ógeðslega dautt áhugamál og við ætlum að reyna laga það allavegna smá. Það er komin nýr kubbur eins og skarpir notendur geta séð (það er að segja ef það er einhver inni á þessu áhugamáli) þar sem Sapien mun skrifa og senda greinar á. Endilega nýtið ykkur það lesið og komið með komennt.

Og líka ef einhver vill taka þessa triviu að sér sem hefur ekki verið virk síðan 2009 þá endilega hafið samband við mig eða Contemplative og við reddum því. Annars ætla ég bara að henda triviu kubbnum, en ég vil helst ekki þurfa gera það.

Svo annað ef það er eitthvað sem ykkur (þér) langar að komi hingað, gerist, einhverjar hugmyndir varðandi áhugamálið ekki vera feimin að láta ljós ykkar skýna og við reddum því.

Ég vona innilega að ég sé ekki að tala við sjálfa mig núna, það væri vandræðalegt.