Small Gods Fyrir mörgum, mörgum árum var ungur drengur, ekki sérlega lítill þó og ekki mjög ungur. Hann bjó í klaustri þar sem tilbeðið var guðinn Om (tarfur, örn, svanur segja sumir). Fyrir ofan drenginn, sem er lánlaus og lítilmegnandi í klaustrinu, sveimar örn með skjaldböku í klónum. Örninn sleppir skjaldbökunni sem fellur niður í garðinn. Þar rankar hún við sér, og þrátt fyrir mótmæli drengsins Brutha þá segist hún vera guðinn Om.
Enginn trúir Brutha þegar hann segist hafa fundið guðinn sem fólk Omnia segist tilbiðja, og svo virðist sem Brutha einn raunverulega trúi á þessa skjaldböku. Hinn siðlausi Vorbis, erkipyntari, planar stríð milli þjóða til þess að breiða út boðskap Om. Því miður fyrir hann er Brutha ekki á því að setja af stað stríð í nafni þess sem virðist vera óheppin skjaldbaka.

Var með alveg rokna umhugsanir um þessa bók, en á erfitt með að koma því út úr mér núna.
Ókei, örlítið meiri húmor og meira „action“ og þetta hefði orðið besta Discworld bók sem ég hef lesið hingað til. Pælingarnar um kraft guðanna er virkilega skemmtileg, og ég hefði viljað sjá meira af guðunum sjálfum. Reyndar hefði ég viljað fá bók þar sem guðirnir væru aðalpersónur. Kannski seinna. Parodían á heimspeki í þessari bók er einnig verð þess að minnast, einstaklega skemmtileg ádeila á grikki. Brutha, aðalpersónan, er núna eftirlætið mitt á eftir Dauðanum. Hvernig Pratchett bjó til minnið hans… ótrúlega snjallt.
Vorbis, einnig frábær, andúð og fyrirlitning frá fyrstu setningu.
Om? Hefði viljað sjá hann sem meiri aðalpersónu. Frekar að hafa Brutha sem auka-aðalpersónu heldur en Om.
Bókin sýnir ágætlega, finnst mér, það sem gerir trúarbrögð svo slæm. Í endann er þetta ekki andleg upplifun heldur kerfisbundin valdasöfnun. Svipar þannig mjög til Pyramids, á góðan hátt og tekur parodíuna lengra inn í trúarbrögðin sjálf heldur kerfið. Þrátt fyrir (líkt og í öðrum Discworld bókum) að vanta „action“ þá réttlætir Small Gods það soldið, því að saga Brutha má kannski líkja við sögur messíasa (saga andlegra rauna, studdur af guði sínum í gegnum eyðimörk dauðans n‘such, ætlaði að fórna sér fyrir friðinn). Eða ekki.
Góð bók, mæli með henni fyrir Discworld byrjendur eða þá sem vilja einfaldlega finna sér góða bók að lesa.
Discworld einkunn: 7,0
Flokkur: Sjálfstæð
Útgáfuár: 1992
Nr. 13 í Discworld röðinni