Reaper Man Svo virðist sem heimurinn eigi sér aðstandendur, nokkurn skonar Ritstjora og Vefstjora. Þeir sjá um heiminn og allt sem honum viðkemur. Þar leikur Dauðinn stórt hlutverk, og persónugerving hans. Persónuleiki er svolítið sem þessir aðstandendur vilja lítið með hafa, og þegar Dauðinn fer að sýna ummerki þeirrar syndar taka þeir til sinna ráða.
Þegar Dauðinn fer á eftirlaun fara skrýtnir hlutir að gerast varðandi dauðann, það að deyja. Og elsta galdramanni heims, Windle Poons, finnst það ansi pirrandi að geta hvorki dáið né lifað almennilega. Súrrealísk saga sem tekur fyrir dauðann í flestum myndum sínum.

Fínt, saga um Dauðann (mín uppáhalds persóna, enda sú dýpsta og best skrifaða). Því miður virðist Pratchett ekki hafa hugmynd um hvað hann ætlaði að gera með þessa bók. Dauðinn sé rekinn úr starfi, frábær hugmynd og passar vel inn í Discworld. Virkaði það? Já, Dauði hlutinn var skemmtilegur, á fagurfræðilegan og heimspekilegan hátt, ekki nógu húmorslegan eða spennandi hátt. Windle Poons? Parodía á ýmsa lifandi dauða og persónulegt líf þeirra? Ójá, frábær hugmynd. Virkar vel í fyrstu, fyndin og virkilega áhugaverð, en síðan bætast þessar helvítis innkaupakerrur inn í þetta og súrrealisminn verður súr súrrealismi (aka ekki góður súrrealismi).
Voða lítill söguþráður, hlutinn um stelpuna og Dauðann var klúðraður og hefði mátt vera aðalplottið. Líkt og ég hef sagt áður; nýir lesendur HALDIÐ YKKUR FJARRI DAUÐANUM. Nema auðvitað að þið séuð hundrað ára með fimm mismunandi krabbamein, alnæmi og hauslaus.
Allt í allt er þetta slök bók, góðar hugmyndir teknar og misstar í gólfið.

Discworld einkunn: 4,0
Flokkur: Dauðinn
Útgáfuár: 1991
Nr. 11 í Discworld röðinni