Guards! Guards! Leynilegt bræðralag leynilegra meðlima bræðralags ætlar sér að sölsa undir sig Ankh-Morpork, verst lyktandi maurabú allra borga, með einfaldri ráðagerð sem því miður fyrir alla, innihélt bæði dreka og galdra.
Carrot, maður alinn upp sem dvergur heldur til borgarinnar til þess að ná frama í borgarverðinum, mest hötuðu fylkingar Diskheims. Vopnaður lagabókinni (sem enginn í Ankh-Morpork virðist nokkurn tíman hafa heyrt af) og ósköp venjulegu, afskaplega ótrúlega venjulegu sverði gengur hann til liðs við borgarvörðinn sem inniheldur meðal annars hinn nagdýrs eitthvaðlega undirförula Nobbs, hinn þyggna og lata Colon og hinn drykkfellda kaptein Samuel Vimes.
Þegar ótrúlegur arftaki gömlu Ankh-Morporsku krúnunnar lætur sjá sig kemur fram atburðarás hetjulegra afreka bæði dreka og feitra kvenna (ha?).

Líkt og flestar Discworld bækur byrjar þessi vel. Góður húmor, ekki jafn kaldhæðinn eða parodískur eins og á að venjast heldur meira kjánalegur í fyrstu en svo tekur við hið venjulega. Söguþráðurinn er vægast sagt snilldarlega hannaður, hugmyndin alveg yndisleg parodía af ævintýrabókmenntum. Því miður kemst hann of vel til skila. Bókin byrjar vel, en miðjan (u.þ.b. 100bls) er ekkert. Nákvæmlega ekkert er að gerast í miðjunni nema stöku handtökur Carrot, sem eru ansi skemmtilegar, en annars ekkert nema drepleiðinleg drykkjuvandamál Vimes sem voru löngu komin til skila og pínlegir kaflar Ramkins og gífurlegur skortur á húmor. Mæli með því að sleppa því að lesa miðjuna. Samt ekki í alvörunni, lestu alla bókina ef að þú ætlar að lesa hana. Persónurnar í þessari, voru alls ekki nógu góðar. Þetta átti að vera bók persónanna, Guards!Guards!.
Carrot, góð parodía á hetjur en persónuleikinn hans var ekki nógur. Ég komst aldrei að því hvort hann væri heimskur eða einlægur eða hvað sem er. Vantar meira í Carrot.
Nobby Nobbs. Ekkert nema gott um hann að segja. Þó hefði hann mátt vera aðeins undirförulli. Bara smá.
Sgt. Colon. ALLT vantar í þennan karakter. Hann er feitur, já, hann er latur, já, en ekkert annað kemur fram nema hvernig hann og konan hans ala upp börnin sín. Vantar mun meira í Colon.
Samuel Vimes. Komst of vel til skila. Hann hefði átt að vera miklu dularfyllri, deila aðalhlutverkinu meira með Carrot. Stundum er hann hetja, stundum ræfill og virðist oft ekki vera í miklu samhengi. Pratchett hefði ekki átt að fjalla svona mikið um hann, alltof mikið af Vimes.

Einkunn: 6,0 (söguþráður, þó seinlegur, dró einkunnina hátt)

Flokkur: Borgarvörður

Útgáfurár: 1989

Nr. 8 í Discworld bókaröðinni