The Color Of Magic The Color Of Magic er fyrsta bókin í fáránlega sigursælum bókaflokki Terry Pratchett um Diskheim. Þegar fyrsti túristi Diskheims hittir misheppnaðasta galdramanninn upphefst vægast sagt fáránlega ótrúleg atburðarás um veruleika og óveruleika Diskheims þar sem spilast inn í hræðilegustu ófreskjur Margheims, leikir guðanna og vangaveltur um kynferði Great'Atuins, heimskjaldbökunnar. Trjáverur, drekar, tröll, og ofgnótt af göldrum, The Color Of Magic hefur það allt og… lítið meira.

-Spillir-
Gagnrýnin neðst í greininni inniheldur þó ekki spilla og er óhætt að lesa hana.

Sagan hefst á hæð fyrir utan borgina Ankh-Morpork þar sem tvær verur horfa á áður nefnda borg brenna. Ekki sjaldgæf sjón. Verurnar eru barbararnir Bravd the Hublander og hinn klóki Weasel. Þeir deila um hver hafi kveikt í borginni að þessu sinni þegar tvær aðrar verur á hestum koma úr borginni, hinn misheppnaði galdramaður Rincewind og hinn fjóreygði Twoflower. Á eftir þeim kemur á fleygiferð kista, sem fer um á hundrað litlum fótum.

Þar sem Rincewind og Twoflower hafa ekkert borðað lengi gefa Bravd og Weasel þeim mat í skiptum fyrir söguna af því hvernig kviknaði í borginni.

Sögusviðið færist aftur um nokkra daga, þegar skip siglir upp, eins vel og það er hægt í þeirri á, ánna Ankh. Undarlegur maður í skyrtu skreyttri af LSD-sjúkum manni og með fjögur augu (sumir vilja meina gleraugu) gengur frá borði og borgar skipstjóranum með gulli. Það vekur athygli betlarans Blind Hugh og þjófsins Cripple Wa. Wa fer og ráðfærir sig við forseta Þjófa Reglunnar, Ymor.

Blind Hugh fer og reynir að tala við manninn sem talar ekki Morporkian og fer með hann á krána The Broken Drum.

Í The Broken Drum fylgjast allir með útlendingnum nema Rincewind, sem að fylgist grannt með Luggage (luggage þýðir farangur fyrir þá sem ekki vissu það). Ástæðan fyrir þeim áhuga er að Luggage er búinn til úr vitsmunalegum peruvið, einstaklega sjaldgæfu galdraefni sem nær aldrei sést á þessu meginlandi. Rincewind fer og talar við útlendinginn, sem að á erfitt með samskipti en eina hjálp hans í því er heimatilbúin bók með setningum úr Morporkian. Rincewind, með hæfileika fyrir tungumálum, finnur fljótt hvaða tunugmál þeir geta talað saman á og hjálpar manninum sem kallar sig Twoflower að panta sér herbergi.

Twoflower segir Rincewind ögn af sjálfum sér; að hann komi frá Counterweight Continent (lausleg þýðing væri andþyngdar meginlandið). Þaðan sem hann kemur er gull álíka algengt og gras, en í Ankh-Morpork er það gífurlega sjaldgæft. Twoflower neitar því að trúa Rincewind þegar hann segir Twoflower vera líklega ríkustu veru í Ankh-Morpork. Twoflower gefur Rincewind nokkra gullpeninga og ræður hann sem leiðsögumann um borgina. Twoflower segir honum að hitta sig hérna um miðdegi morgundagsins en Rincewind verður órólegur við að vera bendlaður við einhvern svo ríkan en einnig svo barnslega einfaldan að hann flýr krána og ætlar sér að kaupa hest og flýja borgina.

Þegar Rincewind reynir að flýja á nýja hestinum sínum er hann stöðvaður af Patrician (æðsta embætti Ankh-Morpork, tilkomið úr kerfinu ´´Éinn maður, eitt atkvæði´´. Patrician er maðurinn með atkvæðið). Patrician hefur fengið skeyti frá Agatean Empire á Counterweight Continent. Agatean eru mjög valdamiklir og til þess að tryggja frið sín á milli skipar Patrician Rincewind að gæta Twoflower og sýna honum glæsilegleika borgarinnar, svo að þegar hann fari heim gefi hann góða skýrslu um ágæti Ankh-Morpork.

Þegar Rincewind kemur aftur á Drum er byrjaður afar skemmtilega klassískur barslagur. Rincewind læðist í gegnum marinn múginn inn í herbergi Twoflower og vekur hann. Twoflower er mjög ánægður að heyra af barslagnum og segist ávallt hafa viljað sjá slíkan og tekur myndir af því með undarlegu tæki sem notast við lítinn púka sem málar myndir af því sem hann sér.
Þeir fá sér hádegisverð á veitingahúsi og Twoflwoer útskýrir fyrir Rincewind að starf sitt sé að selja tryggingar (inn-sewer-ants; insurance). Twoflower er skyndilega rænt af Stren Withel, hægri hönd Ymor, en honum er síðan bjargað af Luggage

Rincewind's first thought is, again, escape. However, the Luggage does not seem to like that idea and the picture-imp persuades him to rescue Twoflower. It is on this noble quest that Rincewind has his first of many meetings with Death…who apparently has an appointment with Rincewind that night!
Eventually, Rincewind arrives at Ymor's headquarters and menaces a guard into telling him the location of Twoflower; again, at the Broken Drum.

Gegn eðli sínu lætur Rincewind segjast af myndapúkanum að reyna að bjarga Twoflower. Þarna hittir Rincewind Dauðann í fyrsta skiptið, sem á víst stefnumót við hann þetta kvöldið. Rincewind fer til höfuðstöðva Ymor og ógnar verði þar til þess að segja sér hvar Twoflower sé; þar eð Broken Drum.

Á sama tíma berast Patrician þær fregnir að Twoflower verði að deyja til þess að brjóta ekki niður áróðursmaskínu Agatean Empire.

Fregnir af Twoflower hafa borist og íbúar Ankh-Morpork reyni eftir bestu getu að auðgast á gullinu hans. Sendimenn frá Reglum Þjófa, Leigumorðingja og Kaupmanna flykkjast inn í Drum þar sem Twoflower er gegn heilvita Ankh-Morporkbúa að reyna að selja brunatryggingar til eiganda kráarinnar. Rincewind kemur á staðinn þegar áflog brjótast út á milli sendimannanna og tekst að bjarga Twoflower. Eigandi Broken Drum, með trygginguna á heilanum, ákveður að kveikja á eldspýtu einmitt við hliðina á kerta- og olíubirgðum sínum. Twoflowwer og Rincewind flýja borgina á nýlega keyptum hestum á meðan eldurinn gleypir Ankh-Morpork.

Á Dunmanifestin, heimkynnum guðanna, er spilaður leikur sem inniheldur örlög manna… Rincewind nokkurs og Twoflower nokkurs til dæmis. Öflugustu spilararnir þar eru Lady Luck, sem stjórnar Rincewind og Twoflower, og svo Fate (örlög) sem stjórnar mjög truflandi veru, truflandi bæði andlega og vísindalega.

Rincewind og Twoflower ferðast til Chirm, og Rincewind útskýrir afhverju hann getur ekki galdrað. Eitt sinn leit hann á Octavo, öflugasta galdra texta sem fyrirfinnst meðan hann var í námi við hinn Óséða Háskóla (Unseen University). Einn af hinum átta öflugustu göldrum heimsins stökk úr bókinni og tók sér bólfestu í huga hans, og hræddi alla aðra galdra burt úr huga hans. Á þeirri stund teflir krókódílaguðinn Offler fram síni síðasta í leiknum og lætur tröll ráðst á þá, en Rincewind drepur það með einskærri heppni.

Nokkru síðar er Rincewind fastur í tré. Hann var rekinn þangað af úlfahjörð eftir að hesturinn hans var étinn af reiðum birni, sem varð reiður út af hesti Twoflower sem brjálaðist. Á einum enda greinarinnar sem að hann hengur á er vespubú, og á hinum endanum snákur og í kringum hann sveimar Dauðinn sem reynir að fá hann til þess að sleppa. Skyndilega brotanr greinin, vespubúið fellur í úlfana og grænar hendur grípa Rincewind og færa hann inn í tréð.


Á meðan finnur Twoflower stein sem auglýsir hof Bel-Shamaroth. Hann ásteur sér að finna það, þrátt fyrir undarlega ógleðisvaldandi myndletur á steininum.

Rincewind er fangi trjávera (dryad). Í fyrstu virðast trjáverurnar vinalegar en sbúast svo alveg við þegar þau segja honum að hann hafi skemmt tréð. Þau segja honum einnig að vinur hans hafi fundið hof Bel-Shamaroth (sem er í daglegu tali ekki haft til tals vegna þess að það er hættulegasti staður Disksins) og einnig Hrun the Barbarian sem fylgdi Luggage inn í hofið. Trjáverurnar ætla að fórna honum en þegar þau taka eftir galdrinum mikla í höfði Rincewind hætta þau við og fjarflytja inn í hofið þar sem Rincewind útskýrir mikilvægi þess að nefna ekki töluna átta.

Eftir mikið bras finna þeir aðal klefann og Hrun sem er að reyna að vega upp stóran átthyrndan stein á gólfinu. Rincewind útskýrir fyrir þeim mikilvægi þess að nefna ekki tölun átta, en hún vekur upp galdra enda aðalgaldratalan, en galdrasverð Hrun Kring segir hana óvart. Samstundis vaknar Bel-Shamaroth, hryllileg ófreskaj úr Dýflissu Víddunum (Dungeon Dimensions) og ryðst upp úr gólfinu. Hrun tekst að halda aftur af fyrirbærinu í nokkurn tíma en þeim er bjargað þegar salamöndrur Twoflowers skína (þær drekka í sig galdraljósið octarine og notast sem einskonar flass fyrir myndavélar). Blindandi ljósið, magnað upp af göldrum hofsins, drepur skepnuna. Hofið fær aftur tíma við hvarf skepnunnar og þeim tekst rétt svo að sleppa út. Rincewind ræður Hrun sem lífvörð í skiptum fyrir myndir.

Í nokkrar vikur ferðast Hrun, Rincewind og Twoflower og lenda í svæði þar sem galdramagnið er óvenju hátt. Óvenju hátt miðað miðað við óvenju hátt galdraloftslag Disksins. Þar er öllum líkindum kastað til hliðar, peningum em er kastað hverfa eða gera eitthvað sem peningar gera venjulega ekki, runnar tala auk fjalls á hvolfi, kallað Wyrmberg (Yrmiberg, eða eitthvað svoleiðis). Á móti þeim kemur flokkkur af fljúgandi drekum og þríeykið flýr inn í skóginn.

Rincewind vaknar upp í skóginum þar sem gríðarstór dreki og knapi hans eru í grenndinni. Honum tekst að mjaka sér í burtu og finnur sverðið Kring, fast í tré. Hann losar Kring en þeir eru uppgötvaðir af drekaknapa að nafni K!sdra. Rincewind ógnar honum með Kring og kemst að því að Hrun og Twoflower eru fangar í Wyrmberg. K!sdra fer með Rincewind þangað á drekanum sínum.

Þeir lenda í aðal hellinum, þar sem fólk labbar á hvolfi á þakinu með krókstígvélum og hringjum áföstum loftinu. Rincewind neyðist til þess að berjast við Lio!rt, drekaherra, í þakinu. Því miður fyrir Rincewind er Li!ort einnig með töfrasverð og Rincewind tapar og fellur til móts við gólfið fyrir neðan.

Twoflower og Hrun, í fangaklefa þeirra, ræða um dreka. Twoflower elskar þá en Hrun telur þá ekki vera til. Brátt kemur drekadaman Liessa með tilboð fyrir Hrun; að Hrun muni drepa bræður hennar tvo og verða þannig drottnari Wyrmberg með Liessa. Hrun samþykkir og yfirgefur klefann.

Aleinn óskar Twoflower sér að hann gæti fundið alvöru dreka, ekki litla eins og fönguðu hann. honum til undrunar birtist skyndilega einn í klefa hans og segist hafa verið kallaður þangað af Twoflower. Með hjálp drekans flýr Twoflower og þeir finna gamlan mann í hásæti: Greischa hinn fyrsta, drottnara Wyrmberg. Hann er ekki dauður og ekki lifandi og neitar að hverfa á braut þar til eitt barna hans er orðið nógu öflugt til þess að útrýma hinum tveimur. Twoflower fer með drekanum og bjargar Rincewind frá fallinu.
Á grasi grónum velli á toppi Wyrmberg berst Hrun við drekaherrana Lio!rt og Laertes. Hrun sigrar þá báða og Dauðinn kemur og sækir Greicha, en dreki Twoflower steypir sér niður og bjargar Hrun. Liessa eltir þá á sínum dreka og eltingaleikurinn fer hærra og hærra þar til skortur á súrefni fellir Twoflower í yfirlið og ímyndaði drekinn hans hverfur. Liessa bjargar Hrun frá falli. Rincewind og Twoflower falla hinsvegar niður þar til raunveruleikinn hverfur í kringum þá og þeir hendast inn í slíkan óraunveruleika. Þeir spýtast síðan aftur út í einvherskonar flugvél undir árás hryðjuverkamanna en spýtast svo út í Hring Hafinu (The Circle Sea) með Luggage.

Eftir margar vikur úti á rúmsjó fer skip þeirra að nálgast Brúnina (The Edge). Stormur geisar í kringum þá og Rincewind bjargar litlum froski frá því að falla yfir Brúnina. Skyndilega skellur á þeim stór alda og Rincewind rotast.

Hann vaknar á sama skipi og áður og er enn á Disknum. Skipið er fast í einhverju reipi sem liggur meðfram girðingu á Brúninni. Þarna hitta þeir Tethis, Sjótröll frá öðrum heimi (hann komst á Diskinn með því að falla af Brún síns eigin heims). Tethis kemur þeim í hús sitt og gefur þeim að borða.

Tethis fær skilaboð um að það eigi að senda Rincewind og Twoflower til Krull, þeirra sem byggðu girðinguna, og til þeirra er sent farartæki úr göldrum. Þeir koma til Krull og eru læstir inni í herbergi fullu af mat. Gestgjafi þeirra útskýrir að það eigi að fórna þeim.

Þá kemur froskurinn sem Rincewind bjargaði aftur til sögu en það var Lady Luck í dulargervi. Hún segir þeim að Krull hafa byggt fley sem geti flogið út í geim og skoðað kyn Great A‘Tuin heimsskjaldbökunnar. Tvíeykið Rincewind og Twoflower hafa angrað Fate í langan tíma svo að hann gerði samning við Krull að ef að þeir myndu fórna Rincewind og Twoflower myndi hann blessa fleyið.

Lady hjálpar þeim að flýja en hverfur svo. Meðan þeir flýja verðina villast þeir inn í herbergi sem inniheldur allt sem viðkom geimverkefni Krull. Þar á meðal geimbúninga sem Rincewind og Twoflower fara í til þess að dulbúa sig.

Þeir ráfa síðan inn í stóran leikvang þar sem fleyið bíður eftir því að vera skotið út í geim. Aðalstjörnufræðingurinn kemur auga á þá og reynir að stöðva þá en Luggage birtist og bjargar þeim með því að stela athyglinni með litríkum blæ. Rincewind og Twoflower flýja um borð í fleyið sem fer af stað.

Rincewind vaknar á tré sem flýtur fram að Brún Disksins. Einn af þjónum Dauðans birtist og segist ætla að flytja hann yfir í handan heiminn en Rincewind þráast við og segist sem galdramaður eiga rétt á því að Dauðinn sjálfur komi og sæki hann. Tréð fellur fram af Brúninni.

…-…

The Colour Of Magic er á allan hátt frábrugðin þeim Discworld bókum sem að ég hef lesið, að því leiti að hún er ekkert sérlega fyndin og ekki með neinn heilsteyptan eða söguþráð sem beitir sér fyrir heimsendi af einhverju tagi. Hún er án efa verst af þeim sem að ég hef lesið, flókin, margar persónur og allt of hröð atburðarás. Sem fyrsta Discworld bókin beitir Pratchett sér ekki nógu mikið að því að sýna okkur heimin sem hann hefur skapað, þó svo atburðarásin gerist víða. Þó er hún ágæt sem bók en ég mæli ekki með að fólk lesi hana nema það ætli sér lengra inn í Multiversið… alls ekki fyrir Discworld byrjendur og hentar reyndar en hentar vel fyrir þá sem þekkja bækur Anne McCaffrey og H. P. Lovecraft en bókin er mest öll parodía af þeim.

Einkunn, takið eftir því að þetta er miðað við Discworldbækur, ekki neinar aðrar: 4,0

Útgáfuár: 1983

Flokkur: Rincewind

Nr. 1 í Discworld bókaröðinni

Athugið að gerð hefur verið mynd um bókina. Góð, mjög góð mynd en þó ekki betri en bókin.