Nú er komið að því að triviunni verði haldið áfram. Hún verður með sama formi og í “gamla daga,” en stigatalningin byrjar upp á nýtt.

Í gömlu triviunni enduðu stigin svona:

Morgothal: 74 og 1/2 stig
BillyTheWerewolf: 61 stig
THT3000: 23 stig
Mendoza: 16 stig
arazta: 14 stig
Master Chief: 10 stig
RemusLupin: 9 og 1/2 stig
arazta: 14 stig
Lestrarhestur: 8 stig
Jolamadurinn: 7 stig
Tikkatu: 6 stig
peegoony: 5 stig
DonFeiti: 5 stig
neutralmilkhotel: 5 stig
slani: 5 stig
girl88: 3 stig
Parvati: 2 og 1/2
Donnie Darker: 1 og 1/2 stig
Eragon: 1 stig
OfurGuffi: 1 stig


Svörin á að senda á mig sem skilaboð, alls ekki skrifa þau sem álit hér fyrir neðan.
Skilafresturinn er í eina viku, til 27.júlí, nema mjög fáir taki þátt, þá verður hann lengdur í 2 vikur.

Spurningarnar:
1. Hvað kallast litla ríkið sunnan við Alagaesíu sem styður verðina?

2. Nefnið tvo konunga yfir Narníu sem koma ekki beint úr okkar heimi.

3. Hvað gera vampírur úr Twilight-bókunum í sterku sólarljósi?

4. Hvaða nafn gefur Serafína Pekkala fylgju Wills Parrys í lok Myrkraefnaþríleiksins?

5. Í sjöttu Artemis Fowl bókinni þarf Artemis að ferðast aftur í tímann til að bjarga dýri frá útrýmingu. Hvaða dýr er það?

6. Í hvaða gildi var Havelock Vetinari, patríkaninn í Ankh-Morpork í Diskheimi?

7. Af hvaða stigi anda/djöfla er Bartimæus, titilpersóna Bartimæusarþríleiksins?
(Marídi, afríti, djinni, fólíoti eða púki)

8. Frá hvaða heimsálfu er drekinn Temeraire ættaður?

9. Hvað gríski guð er faðir Percy Jacksons í bókaflokknum Percy Jackson and the Olympians?

10. Hvaða yfirnáttúrulega eiginleika búa feðginin Meggí og Mortimer Folchart í Inkheart?