Jæja, þá er loksins komið að því að Trivian haldi áfram.
Þetta eru fyrstu spurningarnar sem ég sendi inn svo endilega látið vita ef ykkur finnst þær of erfiðar/of léttar.

Stigin standa svona:

Morgothal: 20 stig
Mendoza: 16 stig
THT3000: 15 og 1/2 stig
Master Chief: 10 stig
RemusLupin: 9 og 1/2 stig
Lestrarhestur: 8 stig
Werewolf: 8 stig
DonFeiti 5 stig
neutralmilkhotel: 5 stig
slani 5 stig
Jolamadurinn: 3 stig
Parvati: 2 og 1/2
Donnie Darker: 1 og 1/2 stig
OfurGuffi: 1 stig

Spurningarnar:

1. Hvað heitir eyja tíundu stundar í Abarat?

2. Hvað heita börn Mellúsínu Tonerre í Dóttur Ávítarans?

3. Hvað hét faðir Örju í Eragon?

4. Hverjir þrír voru sendir sem hólmgönguvottar með Pétri í einvígi hans gegn Mírasi í Kaspían Konungsson?

5. Hvað hétu grikkálfatvíburarnir sem hjálpuðu Ópal Kóbó að flýja frá heilsuhæli J. Argons í Artemis Fowl?

6. Í hvernig líki er fylgja skólameistarans í Jórdanskóla í Gyllta áttavitanum?

7. Hver er gullna reglan við tamningu dreka samkvæmt Kjaft-Aski prófessor í Að temja drekann sinn?

8. Hvað heitir dóttir Arthurs Spiderwick í Spiderwicksögunum?

9. Á hvaða eyju fæddist Ged, aðalpersónan í A Wizard of Earthsea?

10. Hvaða nafn gaf Bastían Barnslegu Keisaraynjunni í Sögunni endalausu?