Athugið
Trivian verður aðeins öðruvísi næstu 2 vikur þar sem að ChocoboFan er í útlöndum. Ég geri því triviuna einn og aðeins verður spurt úr einni bókaseríu í hvort skipti. Ég reyni að velja einhverjar sem allir hafa lesið.

Í þetta sinn ætla ég að spurja uppúr Narníubókunum, vona að flestir hafi lesið þær! Og í þetta sinn má nota netið við lausn triviunnar þar sem að ég veit að sumir hafi ekki lesið bækurnar. Svör við triviunni eiga að vera send í einkaskilaboðum til mín, ekki ChocoboFan þar sem að hann er í útlöndum eins og ég sagði! Hér koma svörin við síðustu triviu:

**********

1. Hvað heitir hesturinn í Narníubókinni “Hesturinn og drengurinn hans” fullu nafni?

Brýsingsbrekkuharður eða Brooky Hoo eitthvað, ég hef ekki lesið hana á ensku.

Hvað gerist í hvert sinn sem Lúmski hnífurinn er notaður samkvæmt þriðju bók His Dark Materials, Skugga sjónaukanum?

Þarna vorum við ekki að tala um að ný veröld opnaðist, við vorum að leita eftir svarinu að í hvert sinn sem hnífurinn er notaður til að opna nýja veröld verður til Vofa.

Hvaða mátt eru John og Filippía með í vinsælli bókaseríu eftir P.B.Kerr?

Þau eru með andamátt, þau geta látið óskir rætast ^^

Fyrir hvað var Fat Charley þekktur á Saint Andrews í bókinni “Anansi Boys” eftir Neil Gaiman?

Enginn náði þessari rétt og ég er stoltur af því, hann var þekktur fyrir að vera maðurinn með límónuna eða, the man with the lime. Nenni ekki að fara að útskýra afhverju hér :D

Spurt er um sögu/kvikmynd/bók…

Þetta er að sjálfsögðu hin frábæra MirrorMask eftir einn af mínum uppáhaldshöfundum, Neil Gaiman. Leikstjórinn heitir Dave McKean. Mæli með!

Hvaða skepnur getur Torak talað við?

Úlfa.

Hvað heita munaðarlausu systkinin í A Series of Unfortunate Events og hverjir eru hæfileikar hvers og eins?

Sunna = Uppfinningamaður - Kláus = Lestrarhestur, man allt sem hann les - Sunna = Þegar hún var smábarn gat hún bitið í gegnum næstum allt, þegar hún varð aðeins stærri urðu hæfileikar hennar að elda. Við gefum þó rétt fyrir að segja bara “Bíta”.

Hver skrifaði “The Princess Bride”?

William Goldman heitir sá ágæti maður.

Hvað hét bókin sem Demóninn Abbot stal frá mönnunum í Artemis Fowl: Eyjan Týnda?

Því miður er ég ekki með svarið við þessu, þetta er spurning eftir ChocoboFan og hann klikkaði á að segja mér þetta áður en hann fór. Hef ekki lesið Artemis Fowl :/

Hvað heitir dreki Galbatorix í bókunum um Eragon?

Shruikan.

**********

Þetta voru svörin, hér er stigadreifingin og stigataflan:

Sokkaponzan: 9 stig
H13: 7 stig
Mendoza: 3 stig
THT3000: 3 stig
RemusLupin: 2 og hálft stig

Aðeins 5 tóku þátt í þetta skipti, við erum ekki nógu ánægðir með það. Vonum að fleiri taki þátt núna þegar má nota internetið, haldiði áfram þið sem eruð að :)

Stigataflan:

Sokkaponzan: 17 stig
H13: 13 stig
THT3000: 8 og hálft stig
Mendoza: 7 stig
DonFeiti 5 stig
neutralmilkhotel: 5 stig
slani 5 stig
RemusLupin: 4 og hálft stig
Master Chief: 3 stig
Parvati: 2 og 1/2
Donnie Darker: 1 og 1/2 stig

Og hér koma loksins spurningarnar:

1. Hvað ætlaði Herra Bjór að gera eftir teið?

2. Hverjum var rænt í bókinni “Silfurstóllinn”?

3. Hvernig varð Narnía til?

4. Hvernig leið Dýjadámi eftir að hafa borðað talandi hjört?

5. Hvað gerðist á annari eyjunni sem Dagfari kom á í Sigling Dagfara?

6. Hvað fann Súsanna við brunninn í Paravel kastala í Prince Caspian?

7. Börnin 4 sem komu til Narníu í Ljónið Nornin og Skápurinn fengu öll gjafir frá Jólasveininum, hvað fengu þau og hver fékk hvað?

8. Hvaða börn komu aftur til Narníu í Final Battle?

9. Ljónið Aslan lét Júlíu fá nokkur tákn (4) sem áttu að hjálpa henni að finna manninn sem var rænt. Táknin voru nokkurskonar vísbendingar sem Aslan sagði Júlíu. Hvernig eru þessi tákn (þið megið lýsa innihaldi táknanna, þurfið ekkert að skrifa þau öll upp)?

10. Hvað heitir höfundur Narníubókanna fullu nafni?