Góðan daginn.

Nú hefst spurningakeppni hér á /fantasia sem að ég mun sjá um með ChocoboFan! Það verður ný trivia í hverri viku og kemur inn á þriðjudögum með stigatöflu frá síðustu viku og svörum.

Við Chocobo munum byrja á því að prófa okkur aðeins áfram með þetta, fyrsta umferðin verður þannig að það eru 10 spurningar, mis erfiðar, og 10 stig í pottinum. Þið sendið svo svörin í einkaskilaboðum til mín eða ChocoboFan. Ég vil taka það fram að það á ekki að senda svörin sem álit á þessa grein! Jafnframt er bannað að leita að svörum á netinu (við getum auðvitað ekki stöðvað ykkur, en það er miklu skemmtilegra að gera þetta án þess að svindla) en það má auðvitað leita í bókunum sem spurningarnar eru um :)

Með von um góða þátttöku. DrHaHa :)

Spurningar

1. Hvaða persóna í His Dark Materials (Gyllti áttavitinn, Lúmski hnífurinn, Skugga sjónaukinn) hefur Héra fylgju?

2. Hver skrifaði Discworld bækurnar?

3. Teldu upp allar Narníu bækurnar eftir C.S. Lewis og skráðu röðina á þeim, bæði í útgáfuröð (röðin sem C.S. Lewis skrifaði þær) og tímaröð (tímaröð í Narníu landinu).

4. Hvert er fullt nafn Butlers í Artemis Fowl bókunum?

5. Varkötturinn Solembum í Eragon bókunum hefur aðeins talað við örfáar persónur í gegnum bækurnar, Nefnið a.m.k þrjár þeirra?

6. Hvað heitir maðurinn sem fór með Candy til Abarat og hvað er hann með mörg höfuð?

7. Hvað heitir aðalpersónan í “Barist við ókunn öfl” og hvers vegna?

8. Hvað þarf aðalpersóna bókarinnar “Thud”, Sam Vimes, að gera á hverjum degi klukkan sex?

9. Hemúlar eru miklir “dellukarlar” ef svo má segja, þeir eiga sér allir áhugamál sem þeir stunda af krafti. Hemúllinn sem við þekkjum best úr bókunum og þáttunum um Múmínálfana hefur átt tvö áhugamál. Hver eru áhugamál hans og af hverju þurfti hann að skipta um áhugamál (1/2 stig fyrir áhugamálin, 1/2 stig fyrir ástæðuna)?

10. Úr hverju dó faðir Ford Prefects úr Hitchhiker's Guide to the Galaxy bókunum?