Percy Jackson and the Olympians The Lightning Thief er fyrsta bókin í bókaflokknum um Percy Jackson. Hann er 12 ára í byrjun bókarinnar og gengur í heimavistarskóla fyrir vandræðabörn. En líf hans breytist svo um munar þegar hann lærir loksins um forfeður sína.
Ég rakst á þessa bók úti í Bandaríkjunum í sumar og hún greip mig alveg heljargreipum.
Ég mæli með að fólk kíki á þesar bækur ef það fær tækifæri til. Það eru komnar út fjórar og sú fimmta á að koma út í vor.