Góðan daginn gott fólk.
Ég er að vinna í bókabúð, og á laugardaginn þá var byrjað að selja bókina The Short Second Life of Bree Tanner eftir Stephenie Meyer, og er hluti í Twilight-seríunni. Bókin fjallar semsagt um eina af vampírunum hennar Victoriu úr Eclipse, og gerist í kringum hana. Þetta er sjálfstæð saga í bókaflokknum. Upphaflega átti bókin að verða hluti af The Twilight Saga: The Official Guide en undir lokin varð sagan orðin allt of löng til að geta verið partur af þeirri bók.

Ástæðan fyrir því að ég vildi benda fólki á þetta er sú að á laugardaginn var byrjað að selja bókina á heimsvísu, og hefði jafnvel átt að hafa raðir af fólki í biðröðum, en ástæðan fyrir því að það gerðist EKKI er sú að fólk einfaldlega veit ekki að hún er komin út. Auglýsingar hafa verið litlar sem engar og er hún mikið auglýst á stöðum þar sem hún nær ekki til rétta markhópsins.

Langaði bara að benda fólki á hana þar sem að ég hef tekið eftir því að sala hefur verið mjög dræm á landsvísu og ég vonast eftir því að salan aukist þegar fólk fær veður af þessari bók :)
“One is glad to be of service.”