Nú var ég að klára þriðju bókina í bókaflokknum í kvöld og mig fýsir að vita hvað ykkur fannst um endinn, ef einhver hefur lesið þær??

Sjálf var ég frekar ósátt við hann í fyrstu og fannst hann auk þess væminn og of lítill endir bundinn á stríðið milli Lord Asriel's followers og svo the Authority's (veit ekkert hvað það á að vera á íslensku, veit ekki einu sinni til þess að þær séu til allar í íslenskri þýðingu). Reyndar var ég svo semi búin að sætta mig við þetta í endann þó þetta sé enn voða sorglegt og allt það.

En já, endilega segið skoðun ykkar, ef einhver.