Já, daginn… vandamál mitt, langar rosalega að lesa einhverjar Fantasy/Ævintýrabækur en veit ekki hvað ég á að skoða.. fór í mál og menningu um daginn og þar var margt og mikið en alltaf þegar ég sá eitthvað áhugavert, það er með flott cover var það yfirleitt bara til bók 5 eða eitthvað… Hef náttlega lesið Hringjadróttinssögu einsog flestir og eftir að ég las einhverjar Dragonlance bækur hjá vini langar mig að lesa fleiri bækur í svipuðum dúr :) Keypti nú einhverja nýlega Dragonlance bók sem heitir Sellsword og þar sem einhver mælti með fyrir einhvern: A song of ice and fire lét ég panta fyrstu bókina, þar sem hún var ekki til.
Ég sá einnig einhverjar bækur eftir Stephen King sem hétur Dark Tower, ekki vissi ég að hann hefði verið að skrifa Fantasy bækur en ekki að undra, skilst að Stebbi hafi trúlega prófað allar tegundir af bókum núorðið.
Hverju mælið þið síðan með, ég vil enskar bækur, það er bara svo mikið að maður veit ekki hvar maður á að byrja :P
————–