Hm, mér leiddist í vinnunni og fór að lesa Narníu bækurnar aftur og rakst þá á, í Hestinum og drengnum hans, að þar var sagt að Breki ætti erfitt með að bakka eins og allir aðrir hestar.

Ekki að ég sé sérfróð um hesta, en það eru allavega þrír hér sem eiga mjög auðvelt með að bakka. Sérstaklega þegar þessir hestar eru í slæmu skapi og maður ætlar á bak, en það er önnur saga. Aðalmálið er að þeir bakka mjög auðveldlega þannig að ég skil ekkert hvað Lewis var að bulla.

Bara að deila þessum hugsunum með ykkur :/