Ég var eitthvað að skoða gömul blogg hjá vini mínum og rakst á þessa blogg um Eragon myndina.
Ég er svo hjartanlega sammála öllu því sem hann setur út á myndina, reynar finnst mér bókin vera mjög léleg líka, en hvað fannst ykkur?

“Talandi um Eragon, þá ætla ég að tileinka heila málsgrein til þess að drulla yfir myndina. Ég sá hana áður en ég las bókina og mér fannst hún einstaklega ómerkileg. Ef ég hefði verið búinn að lesa bókina hefði ég líklegast gengið út úr salnum og það er ekki víst að ég hefði beðið eftir hléi. Eragon myndin og Eragon bókin hafa álíka mikið sameiginlegt og One Week's Notice og Saving Private Ryan(eða Shaving Ryan's Privates, ef þú fílar þannig frekar…). Þetta er einfaldlega ekki sama sagan.

Nú OK, nöfnin eru þau sömu og sumir þættir í söguþráðinum. En það sem sker Eragon bækurnar úr, tónninn, smáatriðin eru öll tekin úr, misnotuð hrottalega og eitthvað rugl sett inn aftur og út af nákvæmlega engri ástæðu. Vissulega, ég get skilið það að ekki er hægt að gera kvikmynd sem er nákvæmlega eins og bókin. Sumir hlutir týnast einfaldlega í þýðingunni. En í tilfelli Eragon er búið að breyta þroskaðri skáldsögu í smábarnamynd. Í bókinni ríkir mjög raunsær tónn þar sem fólk, sérstaklega Eragon sjálfur, er alltaf að meiðast og tekur heillangan tíma til að jafna sig. Galdrar eru gríðarlega hættuleg öfl, ekki síst fyrir notandann sjálfan og Eragon getur aldrei sjálfur komið sér úr vandræðum.

Í myndinni er leiklistarlega vanhæft módel fengið til að leika aðalhetjuna, en kannski er ég dómharður, ég geri mér grein fyrir því að svona hlutverk eru þau mest krefjandi sem fást(svo að ég viti þá er Brandon Routh(Clark Kent/Superman í Superman Returns) sá eini sem hefur tekist það). Sjáið bara Harry Potter, sérstaklega 1 og 2.

Verðirnir, þeir sem eru uppreisnarmennirnir, hafa skyndilega tekið þá ákvörðun að flýja til fjallana ”og bíða eftir kraftaverki“, í staðinn fyrir að vera í stöðugu stríði við Galbatorix sem er að taka konungin vel á taugum. Ekkert er minnst á hugarafl, sem er gríðarlega stór þáttur í bókunum og þá sérstaklega hvernig galdrar virka. Þegar Saphira flýgur í fyrsta sinn vex hún skyndilega og er orðin svipað stór og ungur fíll þegar hún lendir mínútu seinna og þá segir hún við Eragon að hún heitir Saphira og hefur beðið eftir honum í tvö þúsund ár. Í bókinni vex hún mjög hratt en það tekur samt fleiri mánuði áður en hún getur t.d. borið Eragon á baki sínu. Það var líka Eragon sem skírði Saphiru.

Í myndinni eru Rasakkarnir algjörir aumingjar sem enginn erfiðleiki er að sigrast á. Í lok seinni bókar þá eru Rasakkarnir ennþá, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, ennþá mjög lifandi, ógnvekjandi og ábyrgir fyrir dauða Brom, ásamt mörgum öðrum sem Eragon og frændi hans Roran þekkja.

Eragon fór ekki í fangelsið til þess að frelsa álfakonuna sjálfviljugur, heldur var hann tekinn til fanga. Verð ég að segja að fangelsisatriðið í Eragon er líklega kjánalegasta atriði sem ég hef nokkurn tímann séð. Auðvitað þarf lærifaðirinn að birtast skyndilega í miðju vel vörðu fangelsi(maður ætti að búast við því að það væri vel varið, því æðsti þjónn konungsins er þarna og mundi væntanlega sjá til þess) og kasta sér fyrir spjótið. Fáranlegt. Svo var það Murtaugh(Eragon og Murtaugh voru góðir vinir um þetta leyti í bókinni), sem ætlaði að bjarga Eragon úr fangelsinu en Eragon komst úr klefanum sínum sjálfur, sem skaut Durza, en það er svo sem fyrirgefanlegt. Ekki eins fyrirgefanlegt er galdrabardagi Eragon og Durza. Í bókinni eru galdrabardagar mjög ógnvænlegir hlutir sem ætti að forðast, því það er hægt að drepa andstæðinginn með aðeins einu orði en þá getur sá drepið mann til baka. Þess vegna þarf að komast inn í huga andstæðingsins til þess að geta séð fyrir hvað hann ætlar að gera og varið sig gegn gagnárásinni. En alveg rétt, það er ekki til hugarafl í myndinni.

Í bókinni voru aldrei menn í liði konungsins í lokabaráttunni. Verðirnir börðust aðeins gegn Úrgölum, sem voru þá mjög ógnvekjandi verur og sagði Brom við Eragon þegar hann drap sinn fyrsta Úrgal að fáir drápu Úrgal í fyrsta skipti ómeiddir. Í myndinni eru Úrgalar myndaðir sem heilalausir aumingjar sem aðalhetjur okkar eiga í engum vandræðum með. Það er heldur ekkert minnst á dverga, en þeir eiga mjög stóran part í söguþræði bókarinnar. Í bókinni mættust Durza og Eragon fyrir slysni. Það var engin skuggavera sem Durza flaug á. Í bókinni gat Saphira aðeins einu sinni andað eld, og það var rétt áður en Eragon missti meðvitund því Durza wtfpwnaði hann, en þegar Arya og Saphira náðu athygli Durza stakk Eragon hann í bakið.”


:)