Artemis Fowl - Bókmenntagagnrýni Ég þurfti að gera bókmenntagagnrýni í Ísl 103 og ákvað að gera um Artemis Fowl. Ég sendi hana hérna inn eins og ég skilaði henni til kennarans svo það gætu verið örfáar stafsetningar og málfars villur.

Bókmenntagagnrýni um Artemis Fowl
Bók eftir Eoin Colfer

Bókin Artemis Fowl er hluti af sex hluta bókaseríu og var fyrst gefin út í apríl árið 2001. Bókin hefur selst í meira en sjö milljónum eintaka í Bandaríkjunum og hefur mætt miklum vinsældum um allan heim og bætast við aðdáendur í hóp þennan dag hvern.

Höfundur bókarinnar er enginn annar en Eoin Colfer sem að fæddist 14. maí árið 1965 á Írlandi, nánar tiltekið í Wexford. Eoin Colfer hefur hlotið mesta frægð sína fyrir skriftir sínar á Artemis Fowl bókaseríuni en hann hefur einnig skrifað margar aðrar frægar bækur og þar á meðal má nefna: The Wish list ( Óskalistinn ), The Supernaturalist
( Barist við ókunn öfl ), Airman og Half Moon Investigations.

Eoin Colfer er höfundur sem að nýtur þess að skrifa fyrir heiminn og er þessi tilvitnun stundum höfð eftir honum: „I will keep writing until people stop reading or I run out of ideas. Hopefully neither of these will happen anytime soon.“ Þetta má þýða á þessa vegu: „Ég mun skrifa þangað til að fólk mun hætta að lesa skrif mín eða ég fæ ekki fleiri hugmyndir. Vonandi mun hvorugt af þessu gerast í nálægri framtíð.“

Artemis Fowl var gefin út á Íslandi hjá bókaforlaginu JPV og þýdd yfir á íslensku af Guðna Kolbeinssyni sem hefur þýtt fleiri bækur eftir Eoin Colfer. Guðni er einnig þekktur fyrir fleiri þýðingar á bókum sem að falla undir fantasíubókmenntir, hann hefur meðal annars þýtt bækurnar um Eragon yfir á íslensku.

Artemis Fowl er ungur drengur sem að býr á Fowlsetrinu á Írlandi með lífverði sínum, Butler, móður sinni Angeline sem að er sjúk kona og þar býr einnig systir Butlers sem ber nafnið Júlía. Nafn bókarinnar kemur því greinilega frá þessum unga dreng sem að er aðalsögupersónan í bókini.

Söguþráður bókarinnar kemur í ljós frá mörgum ólíkum sjónarhornum en megin - atburðarrásin er sú að Artemis Fowl sem að er einungis tólf ára gamall drengur ætlar sér að ræna hulduveru og fá í staðinn fyrir veruna feiknarmikið gull. Artemis Fowl er ungur að árum en alræmdur glæpasnillingur eins og faðir hans sem að talinn er vera látinn.

Um aldir hafa hulduverur falið sig neðanjarðar fyrir leirmönnunum ( mönnum ) en Artemis kemst yfir upplýsingar sem að sýna honum hvernig honum geti tekist ætlunarverk sitt og með mikilli snilld og ólöglegum leiðum tekst Artemis Fowl að ræna álfi frá BÚÁLF
( Bestu útrásar – og áhlauparsveit lögreglunnar, Faradeild ). Artemis Fowl er einungis 12 ára gamall en samt er hann einn af gáfuðstu mönnum á jarðríki. Eftir ránið á álfinum sem ber nafnið Holly Short fer BÚÁLF í mikla endurheimtaraðgerð sem að krefst hjálp frá þjófum, hátækni og gáfum sem að álfar virðast hafa þróað betur en flestir menn. En til að vita hvort að gáfur huldurverana eða Artemis Fowls muni hafa betur hér er einungis hægt að vita með því að lesa bókina og taka þátt í spennuni sem því fylgir.

Bókin Artemis Fowl er sértök að mörgu leiti. Hún inniheldur marga aðdáunarverða hluti sem að aðrar bækur skortir ef til vill. Artemis Fowl er skrifuð af mikilli snilld og Eoin Colfer púslar bókini saman á hátt sem að sjaldgæfur er. Bókin er yfirfull af kímni og maður kemst stundum ekki hjá því að skellihlægja yfir samræðum eða atburðum sem að gerast í söguni. Á þann máta er bókin skemmtileg og heldur manni vel við lesturinn. Sagan inniheldur einning feiknarmikla spennu og frábæran söguþráð svo að manni þyrstir í að lesa meira og meira. Til viðbótar er sagan full af hátæknilegum hlutum sem að gera atburði í söguni ennþá meira spennandi og mikilfenglegri. Í fyrstu sýn við frásögn bókarinnar lýtur bókin út fyrir að vera gerð fyrir börn en sú staðhæfing er langt í frá því að vera sönn. Bókin er skrifuð þannig að allir aldurshópar geti notið hennar og eru skrif bókarinnar á þroskaðari hátt en barnabækur. Seinast en ekki sýst er bókin feiknarlega vel skrifuð og uppsetning höfundar hreint út sagt frábær. Maður sem að vill fyndna, spennandi og vel skrifaða bók þarf að lesa Artemis Fowl.

Artemis Fowl er samblönduð af raunveruleik og ævintýraheim og fellur því undir bókaflokkinn fantasíubókmenntir ( ævintýrabókmenntir ). Sagan inniheldur tólf ára gamlann glæpasnilling, jörðina eins og við þekkjum hana í dag, trúverðugann söguþráð og hulduverur sem að eiga heima í þjóðsögum og barnabókmenntum. Fantasíubókmenntir hafa mætt misgóðum undirtektum í samfélaginu en þeir sem að þora að fara inn á þetta svið sjá alls ekki eftir því og er Artemis Fowl hreint meistaraverk.

Jónas Tryggvi Stefánsson
2. mars 2009