Septimus Heap: Physik Ég vil biðjast forláts ef ég eiðilagði bókina fyrir einhverjum fyrirfram. ef þið hafið ekki lesið bókina gæti verið skynsamlegt að lesa varlega og athuga hvort eitthvað sé sem þið vilduð ekki vita. Vinsamlegast látið mig vita ef svo er!

Ég las "Septimus Heap: Physik (Book three) Á dögunum og verð að viðurkenna að ég féll alveg fyrir Angie Sage, höfundi bókarinnar.

Hvernig allt göldrótt eins og galdrar og eldur var skrifað… öðruvísi. t.d. var yfirnáttúrulegt flug skrifað Flyte í staðinn fyrir flight og eldur Fyre í staðinn fyrir fire.

Svo var líka það að draugar gátu bara ákveðið að birtast fyrir einhverjum og horfið svo aftur hvenær sem var. Sumir gátu séð suma drauga en aðrir aðeins þá sem vildu láta þá ákveðnu manneskju (eða kött) sjá sig. Svo fannst mér líka sniðugt að þegar draugar fóru í gegnum hluti, svo sem mannfólk eða veggi, átti þeim að líða eins og þau voru full af því. T.d. ef draugur gekk í gegnum rykfallið herbergi þurftu þeir að bíða þar til rykið hefði sest inni í þeim (svipað og þegar manni verður óglatt allt í einu) áður en þeir gátu Sveimað aftur.

Mér fannst ákveðnar sögupersónur vera sérstaklega flottar T.d. hvernig einn kötturinn í sögunni eða Ullr breyttist úr gulbröndóttum húsketti í svartan pardus á nóttunnui og hvernig hann gat séð drauga án þess að þeir Appeared fyrir honum ( eða Spirit Seer).

Það sem setti flottan Brag á bókina var einna helst myndir af einni persónu í byrjun hvers kafla (sú sem kaflinn fjallaði helst um) þannig að maður gat ímyndað sig í gegnum bókina, og ég verð að viðurkenna að haussinn á manni fer sko á flakk í þessari bók.

Í heildina séð er þetta mjög vel skrifuð bók (sem hefur greinilega mikið verið pælt þegar hún var enn í ritvélinni). Og það var svo flott þegar að í einum kaflanum , þegar farið var aftur í tímann, töluðu allir á gamla mátann s.s. thou art í staðinn fyrir you are og it's seven of the clock en ekki 7 O'clock.

Sem sagt mjög góð bók sem ég mæli með ef þið eruð einhvern tímann að versla á Amazon.