1

“Ég trúi þessu ekki! Við erum á leiðinni í skólann!” Þórður var fúll í skapi yfir því að skólinn væri að byrja. “Það er bara betra að við þurfum ekkert að læra fyrstu vikurnar, fáum nýjan kennara og nýja bekkjarfélaga!” sagði Davíð, vinur Þórðar. Þórður var dökkhærður með dökkgræn augu og mjög vinsæll í skólanum. Davíð, vinur hans, var brúnhærður og bláeygður, óeðlilega jákvæður, en skapbráður og uppstökkur þegar verið var að ráðast á aðra, jafnt minnimáttar sem meirimáttar. Þarna gengu þeir og kvörtuðu yfir skólanum þegar þungt hlass lagðist á axlir þeirra svo þeir kiknuðu í hnjánum. “Nei hvað segið þið strákar?” sagði Fylkir, vinur þeirra og bekkjarbróðir. “Allt ææðislegt.” svaraði Davíð en Þórður muldraði bara eitthvað sem leit út fyrir að vera ‘allt í lagi’. Lengi gengu þeir og ekki leið á löngu þar til skólinn blasti við. Bjallan hringdi hvellt og strákarnir hrukku við. Þeir hlupu inn í skólann og upp á bókasafn. Þar fengu þeir skammir fyrir að koma seint, þó ekki munaði nema fimm mínútum. Strákarnir settust hjá Gísla og Agnari og biðu eftir að þeirra bekkur yrði lesinn upp. Skólastjórinn hélt langa og þreytandi ræðu sem ætlaði engan enda að taka. Loksins var ræðan þó á enda, og kennararnir lásu upp bekkina sína. Fyrsti, annar, þriðji, fjórði, þetta ætlaði að verða endalaust. En loksins kom þó að því. Fyrst var hinn bekkurinn lesinn upp, en engir nýir nemendur voru víst þar. Davíð hafði rétt fyrir sér, þegar kom að þeirra bekk, fór miðaldra maður með stutt skegg og grábrúnt hár upp á svið til að lesa upp nemendurna. “ 9.GK. Agnar Sveinsson, Baldvin Helgason, Davíð Shrater.” “Það bera þetta allir fram vitlaust.” hvíslaði Davíð að Fylki á leiðinni upp á svið. “Emilía Eysteinsdóttir, Eyrún María Karlsdóttir, Fylkir Fylkisson, Gísli Valsson, Herdís Lárusdóttir, Hugrún Eiríksdóttir, Hörður Sigríðarson.” Meirihluti krakkana flissaði lágt þegar brúnhærður, meðalstór strákur gekk upp á svið. Kennarinn lét sem hann heyrði ekki í þeim en hélt áfram að lesa. “Klara Helgadóttir, Kristján Þór Einarsson, Pétur Jónsson, Rakel Ágústsdóttir, Rán Erla Þorleifsdóttir, Vera Sigrún Dagsdóttir, Þóra Pétursdóttir og Þórður Pétursson.” Kennarinn leit upp til að sjá hvort allir væru komnir í röðina, og gekk svo út úr bókasafninu með bekkinn á eftir sér. Þegar komið var inn í skólastofuna fengu allir krakkarnir sér sæti, og kennarinn stóð við töfluna. “ Góðan dag. Ég heiti Guðmundur Karlsson og kenni ykkur núna í vetur. Eins og þið vitið og sjáið eru komnir nokkrir nýir krakkar í bekkinn og ég vil að þið takið vel á móti þeim.” sagði hann strangur.“Ég vona að þið takið eftir því að það eru miðar á borðunum ykkar með nafni hvers einstaklings. Ég vil að þið finnið miðann með nafninu ykkur og setjist við það borð sem miðinn er á. Svona verður þetta í vetur, en kannski leyfi ég ykkur að velja sæti svona við og við sjálf.”Síðan dreifði hann stundaskrám og leyfði þeim að fara.Davíð gekk einn heim til að ná í fótbolta, því að strákarnir voru að fara í fótbolta úti á skólalóð. Á leiðinni til baka sá hann klíkukrakkana úr 10. og 9.bekk, Gísla, Helgu, Veru, Pétur og Runka að umkringja einhvern. Davíð fylltist reiði og kastaði boltanum í höfuðið á Runka. Runki blótaði og leit við. Davíð stóð þar og sá að þau voru að hlæja að nýja stráknum, en hann leit mjög skringilega út. Hann var í slitnum smekkbuxum sem litu út fyrir að vera allt of stórar á hann, brúnum stuttermabol og svörtum stígvélum. Hann var með úfið og skítugt, brúnt hár og skærblá augu. Andlit hans var þakið freknum. Davíð gekk stórum, hröðum skrefum í átt að klíkunni og æpti á þau að láta strákinn vera. Þau bara hlógu og Pétur spurði: “ Og af hverju ættum við að gera það?” Hinir krakkarnir bara hlógu og milli hlátursroknanna ráku þau Davíð inn í hringinn og potuðu í Davíð og nýja strákinn. “ Af því að það er ljótt að stríða öðrum og þeir sem gera það eru ekkert nema aumingjar og aular sem hafa ekkert betra við tímann að gera en þetta.” svaraði Davíð með fyrirlitningu. Klíkan hætti að hlæja en byrjaði að kalla þá ljótum nöfnum. “ Hah! Og hvernig ætlar ‘vælukjóinn’ svo að bjarga ‘sveitasvíninu’?” Þá var Davíð öllum lokið. Hann öskraði svo allir nærstaddir hrukku í kút, réðst á Runka, ruddi honum úr vegi og togaði nýja strákinn með sér. Að því búnu tók hann boltann upp og dró bekkjarfélaga sinn á eftir sér að fótboltavellinum. “Þakka þér fyrir.” sagði strákurinn með norðlenskum hreim. “Það var lítið. Hvað heitirðu annars?” sagði Davíð.“Ég heiti Hörður og er að norðan.” sagði Hörður. “ En hvað heitir þú?”“Ég heiti Davíð. Viltu vera með í fótbolta?” sagði Davíð brosandi. Hörður kinkaði kolli og þeir gengu að fótboltavellinum. “ Af hverju varstu svona lengi?” spurði Einar,strákur úr 8.bekk. “Týndi boltanum.” svaraði Davíð. “Eigum við ekki að byrja?” Strákarnir voru byrjaðir að velja í lið þegar stelpurnar komu og vildu vera með. Þeir samþykktu með því skilyrði að það væru strákar á móti stelpum. “OK” sagði Hugrún og blikkaði Emilíu, nýju stelpuna, svo að aðeins stelpurnar sáu. Leikurinn hófst og strákarnir tóku forustuna strax í byrjun. Baldvin var í marki og varði hvert mark af kostgæfni. Kristján og Þórður voru varnarmenn og Einar var miðjumaður. Hörður virtist kunna fótbolta vel, hann var miðherji, og lék það hlutverk vel. Fylkir og Davíð voru sóknarmenn og Agnar kantmaður. Stelpunum gekk ekki vel í fyrstu, kannski var það út af því að þær voru með lélegan markmann. Klara var í marki, Rakel og Þóra voru bakverðir, Rán kantmaður, Hugrún miðherji og Eyrún og Emilía sóknarmenn. Davíð skoraði fyrsta markið. Stelpurnar náðu boltanum og gerðu árángurslausa tilraun til að skora mark. Fylkir náði boltanum og skoraði annað mark strákana. Þá sparkaði Klara boltanum til Hugrúnar sem sendi hann til Eyrúnar. Hörður tók af henni boltann og sendi hann til Davíðs.Davíð og Emilía skiptust á að ná boltanum sem endaði með því að Emilía skoraði mark. Eftir um það bil 10 mínútur var staðan orðin 6-5 fyrir stelpunum. Hörður jafnaði metin með því að skora eitt mark. Brátt voru strákarnir aftur yfir þegar Baldvin skoraði mark alla leið frá hinum enda vallarins. Þegar leikurinn stóð sem hæst þurfti Fylkir að fara heim svo þau þurftu að hætta. Þá var staðan 9-8 fyrir stelpunum. Hörður var samferða Davíð heim. Einhver potaði í öxlina á Davíð svo hann öskraði: “ BEYGÐU ÞIG!” um leið og hann sneri sér við með bogin hné. Harður hnefi barði í ljósastaur og Gísli æpti af undrun og sársauka. “ Svo þú þykist vera sniðugur, hah?”Davíð kreppti hnefana en stóð kyrr. Þegar Runki ætlaði að berja hann í andlitið veik hann undan og barði Runka í nefið, svo blæddi úr. Runki æpti og hélt fyrir nefið. “Það er ekki hægt að fá neinn frið fyrir ykkur, skrattakolin! Þegið þið!” hrópaði maður út um gluggann á húsinu sem þeir stóðu fyrir utan. “Þið eruð ekki lausir undan okkur enn!” öskraði Gísli þegar Davíð og Hörður gengu í burtu. Áfram gengu þeir í þögn en kvöddust þegar komið var að húsinu hans Harðar, stórri, grárri blokk. Davíð gekk áfram einn og hugsaði hvað pabbi hans myndi segja ef hann kæmist að því að hann væri með blóð á hendinni. “Auðvitað myndi hann ekki gera neitt, hann myndi ekki einu sinni taka eftir því að ég væri kominn heim.” hugsaði hann. “ En hvað hefði mamma sagt?” hugsaði Davíð um leið og stórt tár rann niður andlitið.


2

“Æfðirðu virkilega með Þrótti?” spurði Hugrún er hún og Emilía voru á leiðinni heim. “Nei í rauninni ekki. En ég fór alltaf út á fótboltavöll og spilaði með krökkum sem æfðu með Þrótti. Ég hef auk þess alltaf haldið með Þrótti.” svaraði Emilía brosandi. Emilía var með ljóst, þykkt hár og blá, glansandi augu. “Vá. Áttu heima hér?” Hugrún kinkaði kolli. Þær gengu inn í forstofu í stóru húsi og upp stigann. “Þetta er herbergið mitt.” sagði Hugrún um leið og þær gengu inn í stórt, hreinlegt herbergi. Herbergið var í stíl við Hugrúnu, veggirnir voru úr dökkum viði en stór gluggi var á einum veggnum og gaf frá sér mikla birtu. Rúmið var stórt og vel umbúið. Hugrún sjálf var dökkhærð og dökkeygð, vel skipulögð og vel til fara.Emilía sem var algjör andstæða hennar, var í skítugum, krumpuðum bol sem var allt of stór á hana og slitnum, hvítum buxum með grasgrænu á hnjánum.“ Þetta er æðislegt herbergi! Miðað við þetta er mitt alveg pínulítið.”Emilía brosti til vinkonu sinnar og veitti eftirtekt mynd í gylltum ramma á skrifborðinu. “Er þetta mynd af bekknum?” spurði Emilía.Hugrún svaraði játandi. Emilía leitaði að Hugrún og sá hana sitja brosandi í fremstu röð, en hver var ekki fyrir aftan hana og hélt í axlirnar hennar, annar en Fylkir! “Hvað er þetta með þig og Fylki?” Hugrún roðnaði og þóttist ekki hafa heyrt í henni. “ Æ, láttu ekki svona! Þetta sést langar leiðir.” sagði Emilía hlæjandi og hélt áfram að skoða bekkjarmyndina.Þarna voru Herdís og Þórður og Baldvin, Klara og Rakel.“Hver er þetta?” spurði hún áhugasöm. “Þetta? Þetta er Davíð.” Emilía mundi eftir honum. Það var strákurinn sem ráðist hafði á krakkana sem voru að stríða nýja stráknum. Helga var í þeim hópi. Hún hataði Helgu, Helga fékk allt sem hún vildi. Áfram hélt Emilía að skoða myndina.“Nei. Þetta getur ekki verið hann.” hugsaði Emilía skelkuð.Hann var þarna til að fylgjast með, hún vissi það. Þess vegna höfðu þau flutt,svo hann gæti fylgst með því að hún gerði ekkert af sér.“Ég verð að fara heim! Mamma brjálast.” sagði Emilía og hljóp niður stigann og setti trefilinn um hálsinn. “Bless!” kallaði Hugrún niður stigann.Emilía hljóp eins hratt og hún gat en fylgdist ekki nógu vel með og datt ofan í drullupoll þegar hún rakst utan í einhvern.“Hei! Gættu hvar þú hleypur!” Emilíu svimaði og heyrði hæðnishlátur allt í kringum sig. Hún reyndi að standa á fætur en var hrint aftur niður.“Hvert þykist þú vera að fara? Heim, kannski?” Hún þekkti þessa rödd.Hún leit upp en leit strax niður aftur. Þetta var hann.“Hvað þykist þið vera að gera?” öskraði einhver fyrir aftan hana.“Skiptu þér ekki af þessu, auli.” sagði Helga með frekjutón.“Já, Davíð. Þú ert búinn með þín afskipti í dag.” sagði Pétur.Strákur með brúnt, úfið hár, blóðugan hnefa og sprungna vör öskraði og réðst á Pétur. Runki réðst á hann aftan frá og hélt honum föstum.Davíð reyndi að brjótast um, árangurslaust. Upp úr þurru æpti Runki og greip um hnakkann. Þar með losnaði Davíð. “Hver kastaði steini í mig?”sagði Runki pirraður. Davíð leit í kringum sig og en sá ekki hver kastaði steininum. “Davíð hlýtur að vita það.” sagði Vera.“Já, segðu okkur okkur það, Davíð!” sagði Gísli með hæðnistón. Davíð brást illa við. Hann öskraði svo að allir í nágrenninu opnuðu gluggann sinn og hrópuðu á þau að þegja. Síðan hjálpaði hann Emilíu upp úr drullupollinum. Pétur réðist í átt að Davíð en datt og felldi Gísla með sér. “Fella.” sagði Emilía hlæjandi er Davíð dró hanameð sér í burtu. “Takk.” sagði Emilía og sagðist þurfa að fara heim.“Það var lítið.” svaraði Davíð brosandi og horfði á eftir hennihlaupa heim til sín. Hann gekk hugsandi heim til sín og hugsaði um nýliðna atburði. Þegar hann kom heim fékk hann sér að borða, og gekk hljóðlega inn í herbergi. Klukkan var hálfátta. Davíð lagðist upp í rúm með myndaalbúm,og skoðaði myndirnar. Ein myndin var tekin á jólunum fyrir tveimur árum.Hann, pabbi hans Börkur, mamma hans Birgit Schröder, Ari bróðir hans og litla Emilía Brá. Hann saknaði þeirra.Pabbi hans líka. En á annan hátt. Hann var fullur hvern dag.Þetta gerðist fyrir einu ári. Pabbi hans var í vinnunni en þau hin voru á leiðinni í sund. En þá gerðist það. Bremsurnar biluðu en enginn vissi nokkurn tímann hvernig það gerðist. Birgit missti stjórn á bílnum og klessti á ljósastaur.Bíllinn eyðilagðist og bílstjórinn dó. Þetta kom fram í fréttunum og Davíð hafði skrifað það niður á blað sem hann hélt á í hendinni og las:

Fimm manna fólksbíll klessti á ljósastaur og eyðilagðist illa.Þrír farþegar voru í bílnum, ásamt bílstjóra.Aðeins einn þeirra lifði af en er nú í bráðri hættu upp á spítala.Tveir létust á slysstað en einn dó á spítalanum.Sá sem lifði er illa særður og er nú í aðgerð.

Miklar líkur höfðu verið á því að Emilía lifði, en ekki hann. Samt fór það þannig. Davíð hélt áfram að skoða myndirnar og stór tár láku niður kinnarnar, hann gat ekki ráðið við þau. Að lokum sofnaði hann, grátandi. Klukkan var átta.
3“Hæ!” kallaði Hörður og veifaði til Davíðs. Tvær vikur voru liðnar frá skólasetningu og þeir Davíð voru orðnir ágætir vinir.“Hæ.” svaraði Davíð þegar hann var kominn til hans.Þeir gengu í skólann og hlupu á harðaspretti inn í skólastofuna þegar bjallan hringdi. Eins og vanalega var kennarinn ekki mættur á réttum tíma.“Vitlaus bjalla.” hvíslaði Davíð að Herði og brosti.Nemendurnir tíndust inn í stofuna og fengu sér sæti.Brátt kom Guðmundur inn. “Góðan dag, krakkar. Viljið þið vinsamlegast taka grænu bókina upp og fara á blaðsíðu 64.” sagði kennarinn glaðlega.Allir tóku upp grænu bókina sína og byrjuðu að lesa.Þegar allir nemendurnir voru búnir að lesa áttu þau að gera verkefni í verkefnabókinni.“ Veistu hvenær Ingólfur kom til landsins?” hvíslaði Þórður.“Árið 874, á 9.öld” hvíslaði Kristján á móti.Þórður kinkaði kolli og skrifaði það niður. “Svona nú. Hættið að hvísla og haldið áfram að læra.” sagði kennarinn strangur. Stelpurnar hættu að flissa og strákarnir þögnuðu. Áfram leið tíminn og brátt var skólinn búinn.Klíkan stóð við húsvegginn. Vera og Helga voru flissandi og strákarnir hlógu um leið og þeir litu hvössum augum í kringum sig.Davíð gekk á undan og þóttist ekki finna fyrir gnístandi augnaráði klíkunnar.“Hæ! Hvernig líður vælukjóanum svo í dag?” kallaði Gísli.Davíð sagði ekkert en Hörður sá að hann kreppti hnefanna og varð mjög stífur. “Komum heim.” sagði Hörður og dró Davíð með sér í burtu.“Hei. Hvert þykist þið vera að fara?” sagði Agnar ógnandi þar sem hann stóð fyrir framan þá, með klíkukrakkana fyrir aftan sig.Agnar, gamall vinur Davíðs, hafði undanfarið verið með klíkunni.“Heim.” sagði Davíð reiðilega. Fleiri krakkar úr 10.bekk komu og umkringdu þá. Í hvert skipti sem þeir reyndu að komast út úr hringnum var þeim hrint inn í hann aftur.“ Af hverju getið þið ekki látið þá í friði?” heyrðist í stelpurödd fyrir utan hringinn. Agnar leit aftur fyrir sig og sá Emilíu með Hugrúnu og fleiri stelpum. “Átt þú ekki að vera farin heim?” sagði AgnarEmilía snöggroðnaði af reiði, “Mér er alveg nákvæmlega sama. Átt þú nokkuð að vera hérna, áttu ekki að vera inn í runna?”Nú var það Agnar sem að roðnaði og réðst í átt að Emilíu.Hún vék sér sér til hliðar og brá fæti fyrir hann.Hann datt ofan í drullupoll og blótaði illilega.Hringurinn utan um strákana leystist upp og þess í stað umkringdu krakkarnir Emilíu. Davíð öskraði eins og þegar klíkan var að stríða Herði.Hann ýtti nokkrum krökkum frá og réðst inn í hringinn.Einu viðbrögðin frá hringnum voru þau að hann minnkaði og krakkarnir í honum hlógu að þeim. Davíð öskraði aftur, svo krakkarnir í hringnum hrukku í kút og sumir viku til hliðar. Davíð nýtti sér tækifærið og togaði Emilíu með sér úr hringnum. Flestir krakkarnir sem tekið höfðu þátt nenntu þessu augljóslega ekki lengur og fóru burt. Klíkan gerði enga aðra tilraun til að stríða þeim, vegna þess að nú voru margir krakkar í kring farnir að fylgjast með. “ Takk.” sagði Emilía, rauð í framan. “ Það var lítið. Ég ætti nú heldur að þakka þér.” sagði Davíð brosandi og fékk Emilíu til að roðna ennþá meira.“Nennið þið í fótbolta?” sagði Davíð. Emilía leit á klukkuna. “Já, en ég þarf að fara heim.” Hún kvaddi og hljóp heim.“Ég þarf eiginlega líka að fara. Ég verð að vera heima þegar litli bróðir minn kemur heim, vegna þess að mamma og pabbi fóru út á land.” sagði Hörður.“Jæja, bless þá. Sjáumst annaðhvort á eftir eða á morgun.” Davíð vildi ekki fara heim svo hann settist á tröppurnar á skólalóðinni.Pabba hans var örugglega sama. Davíð fór aftur að hugsa um slysið sem varð fyrir einu ári. Hann gæti aldrei gleymt því. Auk þess að vera ekki búinn að jafna sig eftir að hafa misst næstum alla fjölskylduna í bílslysi hafði hann slasast illa. Þegar sjúkraliðið kom að slysstað var hann með djúpan skurðá enni og sár á hendinni. Hann var ennþá með ör eftir það, og fann oft til í því, sérstaklega í sundi. “Kemurðu í fótbolta?” kallaði Fylkir. Davíð var ekki viss. Hann sagði við Fylki að hann væri ekki í stuði til að fara í fótbolta, og gekk heim.Fylkir horfði hissa á eftir vini sínum og hristi hausinn. Síðan hvenær vildi Davíð ekki fara í fótbolta? Hann hristi aftur hausinn og gekk út á fótboltavöll.

**

Hæ Lovísa. Langt síðan ég hef heyrt í þér.
-JáL Er gaman í Danmörku?
-Jájá, ég er samt ennþá hálffúl út í pabba og mömmu fyrir að hafa flutt. Af hverju ertu svona sjaldan inná msn?
-Hef ekki mikinn tíma. Það er alltaf svo mikið að læra. Reyndu minnsta kosti að senda bréf.
-Af hverju gerirðu það bara ekki sjálf? Ég er að því.
-Jæja þá. Bæ, ég þarf að læra. Bæ.

Hugrún fór út af msn, þar sem enginn annar var inn á. Í staðinn tók hún fram blað og penna og byrjaði að skrifa pennavinkonu sinni, vinkonu og fyrrverandi bekkjarsystur, Lovísu, bréf.

Kæra Lovísa.Ég sakna þín voðalega mikið og vona að þú komir í heimsókn til Íslands í sumar. Eða kannski um áramótin. Það komu ekkert mjög margir í bekkinn í ár. Tveir strákar, ein stelpa og kennari. Strákarnir heita Kristján og Hörður, Hörður er yfirleitt með Davíð. Svo er það Emilía. Hún er voðalega skemmtileg, og við erum orðnar mjög góðar vinkonur,samt jafnast hún aldrei á við þig. Kennarinn heitir Guðmundur Karlsson og er mjög fínn, hann er eins og gamli enskukennarinn okkar.Jæja þá er ekki mikið meira að segja í augnablikinu, nema það að Mjámjá dó og við jörðuðum hann í garðinum. Þín vinkona, Hugrún EiríksJ


4

Klukkan var orðin margt og Emilía var rekin inn í herbergi, en Helga fékk að horfa á mynd bannaða innan 16 ára. Þegar Emilía kom inn í herbergi tók hún dagbókina undan rúminu. Það reyndist erfitt, þar sem dagbókin var falin undir lausum fjölum á parketinu svo enginn, sérstaklega Helga, gæti fundið hana og lesið hana.Að því búnu settist hún á rúmið, með penna í annarri hendi og dagbókina í hinni, og byrjaði að skrifa.

Kæra dagbók. Fyrirgefðu mér hvað ég hef verið löt við að skrifa síðustu vikur. Síðustu dagar hafa verið mjög ruglandi, hræðilegir, en stundum glaðlegir. Fyrsta skóladaginn fórum við í fótbolta á móti strákunum, og möluðum þá. Ég fór heim með Hugrúnu, hún er mjög skemmtileg, með dökkt hár og karamellubrún augu, og auk þess alltaf vel til fara.Við erum orðnar nokkuð góðar vinkonur. Herbergið hennar er risastórt og mjög hreinlegt og bjart. Ég sá mynd af bekknum sem ég er í núna, tók hana upp og skoðaði. Ég þekkti flesta á myndinni, eins og Fylki, en Hugrún roðnaði þegar ég fór að tala um hann, það er hann hélt utan um hana.En síðan sá ég strákinn sem var að mótmæla því að klíkan réðist á nýja strákinn, Hörð, og allt varð brjálað. Hugrún sagði mér hvað hann heitir, hvað hét hann nú aftur… já, Davíð. Helga er í klíkunni, ég hata hana með öllum mínum mætti! Eða kannski næstum öllum, ég hata eina manneskju meira. Agnar. Hann er hér til að fylgjast með, ég veit það.Klukkan var að verða margt þegar ég sagðist þurfa að fara heim.Hljóp út en einhver felldi mig svo ég datt ofan í drullupoll.Klíkan, Gísli, Vera, Helga og einhverjir tveir úr tíunda bekk.Og svo, Agnar. Þau vildu ekki leyfa mér að fara, hlógu bara og hrintu mér aftur niður þegar ég reyndi að standa upp. Þá kom strákurinn, æ, hvað heitir hann nú aftur.. já, Davíð.Hann reyndi að ráðast á Gísla en… Runki hélt honum föstum.En svo kastaði einhver steini í hausinn á .. Runka svo hann neyddist til að sleppa Davíð. Klíkan hélt að Davíð vissi hver það var, en hann brást illa við og barðist á móti. Að því búnu hjálpaði hann mér upp og dró mig með sér í burtu. Ég kvaddi, sagðist þurfa að fara heim. Hann brosti, og kvaddi.Ég fann hvernig hann horfði á eftir mér, en þegar ég leit um öxl var hann að ganga í hina áttina. Hann er skrítinn.Í dag, eftir skóla, var það hinsvegar ég sem hjálpaði honum, og Herði líka.Æ, Bára kemur örugglega bráðum. Ég ætla ekki að kalla hana mömmu, og mun aldrei gera. Ég hata hana næstum jafn mikið og ég hata Helgu og Agnar. Jæja, góða nótt, kæra dagbók.

Emilía lokaði bókinni í flýti og henti henni undir rúm. Síðan fór hún í náttfötin, lagðist í rúmið og breiddi sængina yfir sig.Hún hafði ekki fyrr breitt sængina yfir sig, þegar Bára opnaði hurðina og leit inn í herbergið. Hún sagði Emilíu að fara að sofa, slökkti síðan ljósið og lokaði hurðinni.Emilía stóð upp og opnaði gluggann. Síðan lét hún sig detta í rúmið og sofnaði nær samstundis.

**

Föstudagur rann upp, grár og leiðinlegur.En nemendurnir í 9.bekk tóku ekki eftir því hversu grár og leiðinlegur hann var. Þeir voru allir að hvíslast sín á milli og spennan lá í loftinu.Í þarnæstu viku átti árgangurinn að fara í tveggja nætur ferð til að gá hvort nemendurnir gætu hagað sér almennilega í skólaferðum.Í 9.GK þurfti kennarinn endalaust að þagga niður í nemendum sem voru að hvíslast á um ferðina.Brátt hringdi bjallan og nemendurnir tróðust út um dyrnar, og út á skólalóðina.“Hlakkar þú til ferðarinnar?” spurði Davíð.“Já. Ég hef aldrei farið í skólaferð áður. Hvernig er það?”Hörður var mjög spenntur yfir ferðinni, þar sem hann hafði aldrei farið í næturferð með skólanum áður.“Ekki? Það er mjög skemmtilegt. Í fyrra fórum við í skíðaferðalagog..” “Og hvað?” Davíð leit við og sá Emilíu standa fyrir aftan sig.“Ég var að koma að því þegar þú greipst fram í fyrir mér! En, já.Við fórum í skíðaferðalag og nokkrir krakkar villtust upp í fjöllum..”“Semsagt þú og hver?” greip Emilía aftur fram í fyrir honum.“Leyfðu mér að klára!” sagði Davíð. “ Já. Nokkrir krakkar villtust upp í fjöllum, og ég, Lovísa, Þórður og Agnar fórum út að leita að þeim.” sagði hann aftur og glotti til Emilíu. “Þegar við fundum þau, voru þau víst ekki villt í raun. Þau voru bara tímavillt, en örugglega ekki að fylgjast með tímanum.” Emilía greip enn einu sinni fram í fyrir honum og spurði hverjir hefðu verið upp í fjallinu. “Fylkir og Hugrún, í sínum eigin heimi.” sagði hann og veifaði til Fylkis sem sat í einni af rólunum með Hugrúnu ofan á sér.Hann veifaði til baka en fór svo aftur að tala við Hugrúnu.Emilía brosti. “Þeim brá svo þegar við komum að.. Æ, tíminn er að byrja!”Bekkjarsystkinin gengu inn og komu inn einmitt þegar tíminn var að byrja.Skólinn var afar fljótur að líða og þegar hann var búinn fóru strákarnir í fótbolta. “Má ég vera með?” spurði Emilía Davíð.“Já, alveg endilega, ef þú vilt. Við erum að fara að skipta í lið.” svaraði hann brosandi. Þegar búið var að kjósa í lið byrjuðu þau að spila.Liðið hans Davíðs vann 2-0, þar eð það lið var með bestu leikmennina.Emilíu, Hörð, Baldvin, Fylki og auðvitað Davíð.“Þú ert nokkuð góð í fótbolta. Varstu að æfa áður en þú komst hingað?”spurði Davíð Emilíu. Hún hafði ákveðið að vera samferða Davíð og Herði heim. “Nei, en ég var alltaf að spila með krökkum sem voru að æfa.”“Hlakkið þið til ferðarinnar?” spurði hann og bæði Hörður og Emilía kinkuðu kolli. Brátt komu þau að götuhorni. Emilía kvaddi strákana og gekk svo í eina áttina. Strákarnir gengu í hina áttina, og töluðu um allt milli himins og jarðar þangað til að þeir komu að húsinu hans Harðar. Þeir kvöddu og Davíð gekk einn heim á leið.Ekki leið á löngu þar til hann var kominn heim.Hann tók upp lykilinn og opnaði dyrnar og labbaði upp stigann. Hann opnaði dyrnar og settist á rúmið. Herbergið var blágrænleitt, svolítið dökkt, þar sem gluggatjöld voru fyrir glugganum. Það var ekkert voðalega stórt og allt var í drasli á gólfinu. Davíð henti skónum í gólfið og lagðist síðan í rúmið.Brátt sofnaði hann með reiðisvip og tár í augunum. Klukkan var 5.


5

Spennan lá í loftinu. 8. og 9.bekkur voru að fara í skólaferðalag.Hörður var búinn að setja farangurinn sinn í rútuna og leit í kringum sig eftir Davíð. “Hæ!” kallaði einhver og Hörður veifaði til baka.Davíð tróð sér í gegnum nemendafjöldann og setti farangurinn í rútuna.
“Hæ.” sagði hann aftur. Strákarnir fóru að tala um allt og alla.
“Farið í einfalda röð fyrir framan rútuna!” kallaði Ásta, einn kennarinn í 9.bekk. Davíð og Hörður voru með þeim fyrstu í röðina og settust aftast.
“Hæ. Er ykkur sama þótt ég setjist hérna?” Strákarnir litu upp úr samræðunum og kinkuðu kolli. Emilía settist í miðjusætið og leit út um gluggann. “Hvar er Hugrún? Ég hélt að þið væruð alltaf saman.” sagði Davíð brosandi. Emilía benti í átt að sætunum fyrir framan þá. Þar sátu Hugrún og Fylkir, í sínum eigin heim eins og vanalega.Þegar allir voru sestir, búnir að belta sig, og kennararnir voru búnir að teljanemendurna, var lagt af stað. “Bara umkringdir stelpum, ha?” sagði Fylkir glottandi. “Já. En hvað með þig? Að fara í ferðalag með kærustunni?” svaraði Davíð á móti. Fylkir roðnaði og sneri sér aftur að Hugrúnu.Þegar rútan var komin á leiðarenda þustu allir út. “Vá!”Risastór skáli blasti við þeim. Allir nemendurnir flýttu sér að ná í farangurinn sinn og hlupu síðan að skálanum.Brátt kom einn kennarinn og opnaði dyrnar. Ekki hafði hann fyrr opnað dyrnar og stigið til hliðar en að allir æddu inn.“Farið í einfalda röð svo að allir komist inn. Ekki stífla, og farið úr skónum í andyrinu!” sagði Guðmundur hátt. Nemendurnir hægðu á sér og gengu rólega inn um dyrnar. “Vá! Þetta er jafnvel ennþá flottara en fyrir utan!”Davíð kinkaði kolli, skælbrosandi. Svefnálman samanstóð af 26 herbergjum, 17 með tveggja manna kojum, 6 með fjögurra manna kojum, og svo 3 með venjulegum rúmum fyrir kennarana. Auk þess voru 3 breiðar aukadýnur ef ekki væru nógu mörg rúm. Strákarnir völdu sér eitt herbergi með fjögurra manna kojum og hentu farangrinum í tvær efstu kojurnar. Herbergið var stórt, og sérstaklega var mikið gólfpláss.“Er ykkur sama þótt við séum í þessu herbergi? Öll hin eru full.”“Já,já. En ertu viss um að þau séu öll full? Ef svo er, sendu þau þá á AA fund.” sagði Davíð svo allir hlógu. Fylkir og Þórður hentu farangrinum sínum í tvær neðstu kojurnar. Hörður leit út um gluggann. “Svo virðist vera að við þurfum að deila herbergi með Helgu og Veru.” sagði hann og dæsti.“Æ, nei. Þá getum við ekki sofnað!” sagði Þórður og þeir fóru allir að hlæja.Hurðin opnaðist og strákarnir litu á stelpurnar tvær í dyragættinni. “Hæ. Er eitthvað laust pláss hér? Öll hin herbergin eru næstum alveg full.”
Strákarnir hlógu upphátt og önduðu léttar.
“Já,já. Það er pláss á gólfinu ef þið viljið sofa á dýnu.”
Hugrún og Emilía fóru fram og komu aftur með stóra dýnu, sem þær lögðu á gólfið.

“Ég veit! Fylkir, af hverju sefur þú ekki á