Um Rithöfundinn P.B.Kerr P. B. Kerr er betur þekktur sem rithöfundurinn Philip Kerr, hefur nýlega snúið snúið sér að barna og unglinga bókum . Börn lampans: Aknaton ráðgátan er fyrsti titillinn á nýjum þríleik fyrir börn sem fjallar um tvíburasystkini sem eru með töfra krafta.

Fæddur í Edinburgh árið 1956, í Scotland, Kerr var alltaf ákafur í lestur. Uppáhalds rithöfundurinn hans eru meðal annars Rudyard Kipling, Robert Louis Stevenson og Joan Aiken. Næstum alveg frá því að hann gat lesið, vildi hann verða rithöfundur. Hann skrifaði sína fyrstu skáldsögu tíu ára. Það var auðvelt fyrir hann að fá mikinn áhuga á bókum; það var ekki mikið sem maður gat annars gert.

Kerr eyddi næstu 24 árum í að reyna að gefa út bók, Hann skrifaði bókina sína, Romans, þegar hann var 17. Síðan hefur hann verið fullgildur rithöfundur og skrifað margar ólíkar bækur.
“Mig langaði alltaf að skrifa barna og unglinga bók en vissi bara aldrei hvað ég ætti að skrifa um.

Og þegar ég var að hafa áhyggur af því hvað sonur minn læsi lítið þá fattaði ég uppá sögu” sagði Kerr. Children of the Lamp var innblástur eiginlega frá The Arabian Nights og fjallar um tvíburasystkini sem komast að því einn daginn að þau séu andar. Kerr hefur lært það að það auðveldara að skrifa fyrir börn af því að hann þarf ekki að fara eftir neinum reglum heldur getur hann bara látið ímyndunaraflið ráða.

Hann býr í Wimbledon, London með konunni sinni og þremur börnum í húsi sem barnabókarithöfundurinn Joan Aiken átti eitt sinn heima í.

Philip menntaði sig í háskólanum í Birmingham til að verða lögfræðingur. Hann hætti svo í lögfræði eftir að hann áttaði sig á því að lögfræði væri ekki fyrir sig. Hann hefur nú skrifað yfir hundrað hryllings/spennusögur fyrir fullorðna. Börn Lampans var fyrstu bækur Kerr's fyrir börn.