Greynin er að miklu leiti nánast bein þýðing af http://en.wikipedia.org/wiki/Artemisfowl . Veit til þess að ekki eru allir vel lesandi á ensku, svo að mér datt í hug að snara þessu hérna yfir á íslenskuna okkar góðu ;Þ

Spoiler viðvörun

Artemis Fowl II (fæddur 1. September, 1989) er aðalpersóna barna og unglinga bókaflokksins Artemis Fowl eftir Írska höfundinn Eoin Colfer, sem hefur auk Artemis Fowl skrifað ótal annarra bóka, og má þar nefna Ókunn öfl og Half moon investigations.

Afmælisdags hans er minnst sem 1. September í “Týndu eyjunni”, fimmtu bókinni í bókaflokknum, og í firstu bók er það haft eftir Júlíu Butler ( fædd 1985 ) að hún sé fjórum árum eldri en Artemis.

Artemis Fowl II sem er glæpsamlegur ofurheili og, vitsmunalega, undrabarn og vel menntaður á mörgum sviðum, aðeins tólf ára gamall í byrjun firstu bókar. Hann var fæddur inn í ríka, vel þekkta og hæst settu glæpafjölskylduna á Írlandi, Fowl fjölskylduna, og er vanur óhóflega auðugum lífsstíl. Hann býr í Fowl setrinu með föður sínum, Artemis Fowl I, Júlíu og Butler.
Nafn Artemisar kemur frá Artemis, veiðigyðju grikkja (auk annarra hluta). Í þriðju bók bókaflokkssins viðurkennir Artemis að nafn hans er almennt talið nafn á kvenkyn, en segir það nafn á frábærann veiðimann, og að hver biti af manni sem hefur þann hæfileika að geta veitt hefur réttinn til að bera nafnið, og hann sé einmitt þannig maður.

He is rather hard to fathom, thanks to his lack of expressions. He prefers to mask his emotions. Það er frekar erfitt að lesa hans, þökk sé vöntun hans á svipbrigðum. Hann telur það kost að geta dulið tilfinningar.

Artemis er sagður hafa erft dökk blá augu föður síns, og eins svart hárið. Hörund hans er fölt eftir að hafa eytt mestum frjálsum tíma sínum fyrir framan tölvuskjá, eiginleiki, sem blandað kaldri framkomu, leiddi eitt sinn þjónustustúlku á þær villigötur að Artemis væri blóðsuga.

Á sínum yngstu árum hefur hann “enduruppgötvað” týnda Mozart óperu, sem, að sjálfsögðu, hann samdi sjálfur. Aðeins þrettán ára gamall síndi hann merki um meiri greind en hafði sést í nokkrum manni síðan Mozart var uppi, síðan hann vann Evrópumeistarann í skák, Evan Kashoggi, í opinberu móti á internetinu, fengið einkaleifi á meira en 27 uppfinningum, unnið samkeppni fyrir arkitekta um hönnun nýs óperuhúss Dublins, málað tugi málverka í Impressionista stíl og fundið upp forrit til að stela milljónum dala af bankareikningi í Sviss yfir á hans eigin. Hann falsaði einnig og bauð upp hina týndu dagbók Leonardo Da Vinci. Hann hefur einnig skrifað fjölmargar greinar um sálfræði sem hefur verið vitnað í af hans eigin skólasálfræðingi. Það gæti verið vert að minnast á það að dulnefnið sem hann notaði var ”Dr. F. Roy Dean Schlippe”, skýrskotun í enska frasann, Freudian Slip, sem þýðir málfræðivillur sem hafa orðið til vegna meðvitundarleysis.

Og þrátt fyrir alla hans vitsmunalegu yfirburði er hann aumkunnarverður þegar kemur að félagslyndi. Hann einangrar sjálfan sig frá þeim ekki eru á sama vitsmunalega stigi og hann eins mikið og hann mögulega getur og vill heldur félagsskap Butlers, besta vin hans og lífvörð. Manni gæti jafnvel fundist Artemis býsna skrítinn, þar sem það eina sem hann gengur í eru klæðskerasaumuð jakkaföt og talar með orðaforða þroskaðra fullorðinna. Hann getur varla verið flokkaður barn. Hann er jafnvígur, sem þýðir að hann er hvorki rétthendur nér örvhentur, heldur jafn á báðar hendur, þó að vinstri hönd hans sýni örlitla yfirburði.

Artemis á hæst metnu greindarvísitölu í Evrópu.
" Hann nýtur kavíars, Írsks lyndarvatns og Earl Grey tes. Illa girt og hirt föt pirra hann, að láta braka í fingurkjúkunum er ósiður sem hann fyrirlítur ( sem er merkilegt, þar sem hann lætur braka í kjúkunum í fyrstu bókinni þegar hann er að reyna að þýða Bókina, biblíu álfanna ), og hann þjáist af rikofnæmi. Fjölskyldu mottóið er Aurum potestas est ( Latína og þýðir “gull er völd” ), meðan hans persónulega mottó er ”Þekktu óvin þinn”.

Artemis er stórskemmtileg persóna sem er gaman að fylgjast með. Sumar hugleiðingar eru honum framandi sem okkur þykir hversdagslegar, svosem áhugi á hinu kyninu, en það er annað mál sem honum hefur þótt óþarfar, þangað til í eyjunni týndu. Ég hvet alla til að lesa bækurnar um Artemis Fowl ef þið eruð að leita að góðu lesefni!
Ég hef bara alltaf rétt fyrir mér, þannig er það bara.