Sigurverari dulspeki triviu nr. 1 er HrKrissi með 11 stig af 20! Til hamingju!

Spurningarnar:
1. Hvaða ár gaf Gerald Gardner út bókina Witchcraft Today sem markaði upphaf Wicca iðkunar í Bretlandi? (1 stig)
2. Hvað heitir aðal spámaður múslima og hvað heitir helgasta rit þeirra? (2 stig)
3. Hver er megin regla Þelema (Thelema) og hver er stofnandi reglunnar? (3 stig)
4. Hvað heita hrafnar Óðins samkvæmt norrænni goðafræði? (2 stig)
5. Samkvæmt kristinni trú, hvaða þrjá þætti/persónur inniheldur hin heilaga þrenning? (2 stig)
6. Hvaða víðþekkta trú ber sexhyrnda stjörnu sem tákn sitt? (1 stig)
7. Hvað eru mörg spil í hefðbundnum Tarot stokki? Tarot stokkur skiptist í tvo flokka, hvað heita þeir flokkar og hvað eru mörg spil í hvorum flokki? (3 stig)
8. Hvaða guð hindúisma hefur fílshöfuð? (2 stig)
9. Hvað heita örlaganornirnar þrjár samkvæmt norrænni goðafræði? (2 stig)
10. Hvaða gríski guð hefur fætur og horn eins og geit? (2 stig)

Réttu svörin:
1. 1954
2. Múhameð og Kóraninn
3. Regla = Do what thou wilt / Gerðu það sem þú vilt. Stofnandi = Aleister Crowley.
4. Huginn og Muninn
5. Faðirinn, Sonurinn og Heilagi Andinn
6. Gyðingdómur
7. 78 spil í allt. Flokkarnir eru Major Arcana og Minor Arcana. Major Arcana eru 22 spil og Minor Arcana eru 56 spil.
8. Ganesh
9. Urður, Verðandi og Skuld
10. Pan

Fylgist með, næsta trivia er á leiðinni :-)

Kv. Mystira