Sælir elsku notendur

Við stjórendur á /Dulspeki höfum verið að reyna að skapa gott umhverfi hér til að ræða Dulspeki almennt. Við viljum hafa stað hér þar sem allir geta sagt sínar skoðanir á þess að verða fyrir aðkasti.
Nú það hefur verið að bera á að fólk frá báðum hliðum komi með móðgandi og æðrumeiðandi komment, við stjórnedur bendum á að slíkt er stranglega bannað.
Endilega rökræðið, þrætið, what ever, en skiljið illkvitni og slæma hegðun eftir úti, Svör sem ráðast gegn mannorði annara notenda verða eytt sama hvað annað stendur með í svarinu, svo ef þið viljið málefnalegar umræður og að ykkar skoðun sé gerð ljós og verði virt, þá verðið þið að virða aðra og skoðanir þeirra elskurnar mínar.
Við vitum öll að fólk fer ekki að vera árásargjarnt fyrr en það er málað út í horn og sé ekki aðra leið út, þannig rólegheit og skynsemi munu koma best út fyrir ykkur.

Gangi ykkur vel og gaman að sjá miklar málefnalegar umræður brjótast út.

Kveðja stjórnendu