Æðsti meyprestur Æðsti meypresturinn er tákn þess sem vill læra, og þá sérstaklega dulspekilegan lærdóm. Æðsti meypresturinn, eða Juno, hefur tvær hliðar. Önnur hliðin er hlið undirheima, en hin er hlið móður og verndarar, bæði fyrir fólk sem og ríkis.

Yfirleytt er þetta TAROT spil nr. 2 og einkennist af því að á spilinu er fallega klædd kona með kórónu eða höfuðfat. Stundum við fætur hennar liggur hálfmáni, því Æðsti meyprestur (Juno)er einnig mánagyðjan. Það er frekar algengt að hún sitji á milli tveggja súlna, önnur svört en hin hvít, og tákna þær það jákvæða og það neikvæða. Stundum er hún að lesa handrit sem stendur á T.O.R.A. (lögmál guðs).

ÞEGAR SPILIÐ SNÝR RÉTT:

Sköpunarhæfileikar. Þetta er spil dulspekinnar og lærdóms. Leyndardómar. Þróun menningar. Opinberun sannleikans.

ÞEGAR SPILIÐ SNÝR ÖFUGT:

Yfirborðskenndur lærdómur. Frestun á atburðum. Holdlegur munaður tekin fram fyrir andlegan.