Þegar 4 Gosar koma upp í sömu lögn merkir það að einhver náinn spyrjanda sé, eða muni verða alvarlega veikur og að spyrjandi þurfi að hugsa til aðilans.

Þegar 3 Gosar koma upp í sömu lögn merkir það hörkurifrildi og ef spyrjandi er kona þá getur það þýtt vinaslit og baktal.

Þegar 2 Gosar koma upp í sömu lögn merkir það vandamál með unglinga, hvort sem spyrjandi sé sjálfur unglingur, eigi vini sem eru unglingar eða eigi sjálfur unglinga. Þetta unglingavandamál verður aðeins leyst með samræðum.