Ég hálf skammast mín hversu löt ég hef verið að skrifa greinar hingað á TAROT pistlana þannig að ég ætla að láta tvær greinar flakka núna :o)

Þegar 4 Riddarar koma upp í sömu lögn merkir það löggæslu og dómsvald. Ef neikvæð spil eru allsráðandi í lögninni þýðir það að spyrjandi mun komast í kast við lögin.

Þegar 3 Riddarar koma upp í sömu lögn merkir það herskyldu, verkfall eða opinbert samsæri.

Þegar 2 Riddarar koma upp í sömu lögn merkir það að nú þurfi að skoða líferni sitt og heilsu. Leita skal til læknis. Einnig ef neikvæð spil eru nálæg þá getur þetta merkt lögsókn og að nauðsyn að snúa sér til lögfræðings.