Það er nú ansi langt síðan ég sendi hérna inn þannig að ég ákvað bara í að drífa í því :o)

Þegar 4 drottningar koma upp í sömu lögn merkir það að sögusagnir og rógburður munu hefjast í miklu mæli gagnvart þeim sem spáð er fyrir. Nauðsynlegt er að kæfa þessar sögusagnir í upphafi og finna rót vandans.
Ef jákvæð spil eru í miklum meirihluta í lögninni (þá sérstaklega Réttlæti) þá merkir það erfiðar rökræður sem þurfa þó að vinnast.

Þegar 3 drottningar koma upp í sömu lögn merkir það að spyrjandi muni bráðlega halda veislu með mikilvægu fólki innanborðs eða fara á ættarmót (myndi ég segja að ef Vagninn stendur nálægt annarri drottningunni muni það vera ættarmót).

Þegar 2 drottningar koma upp í sömu lögn merkir það að spyrjandinn eigi traustan trúnaðarvin og muni þeirra vinskapur geta gengið í gegnum hvað sem er, svo sterkt sambandið sé. Einlægni einkennir vinasambandið.

Kveðja,
Abigel