Þegar 4 kóngar koma upp í sömu lögn merkir það að spyrjandinn fái erindi sem erfiði og það verði gert opinbert, jafnvel viðurkenning fyrir störf sín.

Þegar 3 kóngar koma upp í sömu lögn merkir það að tímabil málamiðlana sé runnið upp. Góðir tímar fyrir málafærslumenn í hönd og samningar nást.

Þegar 2 kóngar koma upp í sömu lögn merkir það að hlusta skuli á fagmenn og ráðleggingar þeirra. Nú er betra að hlusta á aðra en sjálfan sig (þó innan skynsemismarka).