Ég ætla í næstu greinum að fjalla um óvenjulegar aðstæður í TAROT lögnum og mun ég í fyrstu taka TAROT spil hin minni (Minor Arcana).

Þegar 4 ásar eru í sömu lögn merkir það óvænta atburði sem munu henda spyrjandann fljótlega. Ef báðir rauðu ásarnir (Myntás og Bikarás) koma upp fyrst merkir það sérstaklega ánægjulega breytingu sem mun vera til frambúðar.

Þegar 3 ásar eru í sömu lögn merkir það mikal listræna hæfileika sem þarf að rækta til að finna sjálfan sig.

Þegar 2 ásar eru í sömu lögn merkir það alltaf nýjar áætlanir.

Ef það eru rauðu ásarnir (Mynt og Bikar) þýðir það auk þess trúlofun, byrjun á langvarandi sambandi og jafnvel giftingu ef jákvæð spil eru í kring.

Ef það eru svörtu ásarnir (Sverð og Stafir) merkir það að samningar munu nást, sérstaklega á viðskiptasviðinu. Nú geta vonir ræst.