Stafatvistur Stafatvisturinn er spil menntunnar og frumkvæðis.

Spilið er mjög gott spil fyrir nýútskrifaða en þá merkir það að árangur hafi orðið og velgengni muni fylgja því námi sem það tók sér fyrir hendur.

Einnig merkir spilið viska. Aðstoð. Styrkur. Velgengni og vald. Þolinmæði þrautir vinnur allar.

Réttlæti er oft tengt þessu spili og þegar TAROT spilið Réttlæti kemur við hliðina á Stafatvistinum merkir það farsæl endalok á réttarhöldum.