Veröldin Jæja hugarar hér kemur síðasta Major TAROT spilið, Veröldin

Uppruni þessa spils er að finna í grísku goðafræðinni. Merkir þetta lokastigið þegar útvalda manneskjan hefur staðist öll próf og er klæddur til heiðurs sólinni og leiddur fram fyrir alþýðu. Þetta spil er merki fullkomnunar og viðurkenningar á verkum sínum.

Oftast er kona inn í blómsveig og styðja hann höfuðskepnurnar fjórar sem Ezekiel minntist á en þær eru tákn frumefnanna (jörð, loft, eldur, vatn) og áttanna (norður, suður, austur og vestur).

ÞEGAR SPILIÐ SNÝR RÉTT

Lokastigið, fullkomnun. Mikill veraldlegur eða andlegur ávinningur. Andlegur sigur. Dulspekilegur sigur. Fullkomin hamingja. Fagnaður. Gleði. Tímamót sem mun leiða af sér velgengni. Farsæl endalok.

ÞEGAR SPILIÐ SNÝR ÖFUGT

Stöðnun. Ótti við breytingar. Afneitun lærdóms sem mun veita lífsfyllingu og lífsreynslu. Fallvaltleiki. Ótti við hið óþekkta. Ótti við kannanir á lífinu og tilverunni.