Sólin Sólin hefur verið mikill þáttur í lífi mannsins frá örófi alda. Má þar nefna guðina Ra og Píþon en báðir voru tengdir við sólina. Vetrarsólstöðurnar 25 desember var afmæli sólarinnar og síðar Jesú Krists.

Oftast sýnir þetta spil tvö börn eða elskendur að baða sig í sólinni. Einnig er stundum fangandi barn á hvítum hesti sem sveiflar stórum fána. Það sem er sameiginlegt með öllum spilunum er birtan og hamingjan sem geislar af spilinu.

ÞEGAR SPILIÐ SNÝR RÉTT

Góður árangur næst á sviði lista og vísinda. Fagnaðarfundir. Lífsgleði. Hvíld. Velmegun. Velgengni í fjármálum. Takmarki náð. Námi lýkur. Gleði.

ÞEGAR SPILIÐ SNÝR ÖFUGT

Þegar þetta spil snýr öfugt er merkingin sú sama og þegar spilið snýr rétt en þó aðeins veikari.