Máninn Talið er að þetta spil sé tengt veiði- og mánagyðjunni Díönu og að þetta séu hundarnir sem eiga að gæta hlið undirheima. Yfirleitt er allt sem er sýnt á þessu spili táknrænt fyrir undirheimana; súlurnar, krabbinn og vatnið.

Oftast sýnir þetta spil tvo hunda eða einn hund og einn úlf spangólandi á tunglið sem horfir niður á þá. Við hlið þeirra eru súlur og milli þeirra er vatn sem krabbi liggur. Einnig sýna sum spil stjörnufræðinga og jafnvel elskendur.

ÞEGAR SPILIÐ SNÝR RÉTT

Oft merkir þetta spil óhamingju og sérstaklega ef Réttlæti er á undan. Óstöðugleiki. Hroki. Öfund. Nýir óvinir sem skjótast upp á yfirborðið. Erfiðleikar í ástarlífi. Þótt þetta spil hafi alltaf verið táknað á erfiðan og slæman máta hef ég stundum séð úr því andlegan þroska og skyggnihæfileika.

ÞEGAR SPILIÐ SNÝR ÖFUGT

Áhrifin dvína. Friður eftir bardaga. Hvíld. Uppskerð það sem þú sáir.