Stjarnan Sumir telja að stjarnan sem er um rætt í þessu spili sé Venus og samnefnd gyðja sé stúlkan á myndinni. Einnig vilja sumir tengja spilið við Innana (Astarte var hún kölluð síðar meir) sem er gyðja Súmera.

Flest spil sýna unga stúlku sem krýpur við uppsprettu og yfir henni skín skær stjarna ásamt öðrum minna áberandi. Stundum er stjarnan sýnd sem átta arma stjarnan en aðrir styðjast við fimm arma stjörnuna. Einnig hef ég rekist á spil þar sem í stað stúlkunnar eru vitringarnir 3 að elta stjörnuna.

ÞEGAR SPILIÐ SNÝR RÉTT

Hugrekki. Innblástur. Bjartsýni. Von. Styrkur, þó sérstaklega andlegur. Loforð sem bregðast ekki. Heilbrigði og er þetta gott spil fyrir veikt fólk, en það þýðir þá bati eða mun betri líðan. Náungakærleikur.

ÞEGAR SPILIÐ SNÝR ÖFUGT

Brostin loforð. Afturhaldssemi. Umburðarleysi. Neikvæðni og þunglyndi. Töf.