Turninn Talið er að þetta spil eigi uppruna sinn í tilbeiðslu Díoníusar sem var tengdur Mítradýrkun.

Spilið sýnir fallandi turn sem er lostinn af eldingu. Stundum sjást tveir menn falla úr turninum og umhverfis turninn rignir annaðhvort steinum úr turninum eða brot úr þéttinu múrverksins (sumir segja að það sé hebresk yod, sem er tíundi og minnsti stafur hebreska stafrófsins), sem er tákn andlegs efnis.

ÞEGAR SPILIÐ SNÝR RÉTT

Óvænt áfall. Frelsun. Lausn. Breyting sem leiðir til velferðar. Uppræting sjálfselsku. Eignarmissir. Einnig getur þetta spil táknað hugljómun.

ÞEGAR SPILIÐ SNÝR ÖFUGT

Togstreita. Sjálfskaparvíti. Hindrun. Undirgefni. Langur tími mun líða þar til allt mun fara í eðlilegar og réttar skorður. Í sumum tilfellum getur spilið einni mein fangelsun.