Hengdi maðurinn Oft á spilum frá miðöldum er hengda manninum líkt við Júdas en talið er að þetta spil eigi uppruna sinn til orfískri dulfræði og dýrkun Díonýsusar.

Hengdi maðurinn er mjög rólegur þótt hann sé í raun verið að taka hann af lífi. Hann er hengdur upp á vinstri fæti og myndar kross með þeim hægri. Hendur hans mynda þríhyrning. Sum spil sýna peninga vera að detta úr vösum hans.

ÞEGAR SPILIÐ SNÝR RÉTT

Viska. Staðfesta. Innsæi. Yfirvegun. Dulræn hugboð og viska. En einnig getur þetta spil táknað afneitun. Eyðileggingu. Uppgjöf

ÞEGAR SPILIÐ SNÝR ÖFUGT

Tilgangslausar fórnir. Eigingirni. Hræsni. Efnishyggja. Sumir vilja tengja þetta við voveiflegan dauða en ég vil ekki túlka þetta spil það sterkt þótt slæmt sé að fá það öfugt upp.