Einsetumaðurinn Þetta spil er tengt guðinum Satúrnus, en sagan segir að hann hafi limlest föður sinn og étið börnin sín um leið og þau fæddust. Síðari spámenn hafa þó ekki tekið þessa tengingu alvarlega og nú er litið á þetta spil sem viskuspil og gott fyrir námshæfileika.

Spilið sýnir oftast mann sem er einn á ferð en stundum er dýr við hlið hans. Fyrir framan sig heldur hann á ljóskeri en í eldri TAROT spilum er stundarglas í stað ljóskersins. Þetta spil var stundum kallað ljós veraldarinnar. Maðurinn er gamall og alskeggjaður með staf, og sér einungis það sem ljósið nær að sýna honum af veginum.

ÞEGAR SPILIÐ SNÝR RÉTT

Íhuga skal vel allar ákvarðanir og fara hægt í ákvarðanartöku. Uppljóstrun leyndarmála. Stigminnkandi hraði á hlutum. Framkvæmd verkefnis eftir tafir.

ÞEGAR SPILIÐ SNÝR ÖFUGT

Þreyta. Tafir. Mistök, aðallega vegna þá kvíða. Hik sem var að falli. Hindrun á eðlilegri þróun.