Elskendurnir Þetta spil er sérstakt að því leyti að það þýðir ekki eingöngu velgengni og ást, heldur mjög oft raunir og erfiðleikar.

Spilið sýnir ráðalausan ungling sem er á milli tveggja kvenna. Oft er önnur konan hátt sett og rík en hin almúgakona sem horfir biðjandi á elskhuga sinn. Fyrir ofan þau situr ástarguðinn Eros á skýji mundaður boga og er í þann mund að skjóta ástarör á elskhugann, og táknar það að í raun hefur maðurinn ekki neitt val um hvora konuna hann velur, heldur er það í höndum hins stríðna Eros. Tvenns konar örvar hefur hann hjá sér. Gullnu örvarnar eru ástarörvar en blýörvarnar eru fyrir uppljóstranir.

ÞEGAR SPILIÐ SNÝR RÉTT

Raunir og erfiðleikar. Val. Ást (sumir vilja einnig tengja hjónaband við þetta spil). Óvissa. Óstöðugleiki. Treysta skal innra innsæi. Óvænt lausn vandamála.

ÞEGAR SPILIÐ SNÝR ÖFUGT

Rifrildi og ósætti. Slit sambands (skilnaður). Rangt val. Utanaðkomandi afskipti sem mun hafa slæmar afleiðingar í för með sér. Ósætti við foreldra og barn.