Trúarleiðtoginn Trúarleiðtoginn er hinn sterki klettur mannsins sem alltaf er hægt að leita til. Hann er fræðimaðurinn, hugvitsmaðurinn og gæddur þeim hæfileika að ná sambandi við yfirnáttúruleg öfl.

Talið er að þetta spil sé svipað verndargrip, en þar er krýndur maður í svokölluðu Merkebah hásæti. Talið er að þessi verndargripur sé fyrir aukinni þekkingu á dulspeki og veiti aðstoð við að ná sambandi við hið yfirnáttúrulega.

Yfirleytt er þetta spil sýnt þannig að páfi situr á milli tveggja súlna, sem tákna val mannsins eða andstæð náttúruöfl. Fyrir framan hann sitja prestar og/eða skriftarbörn. Hann heldur á þríkrossi og eru oft tveir lyklar við fætur hans sem mynda kross. Yfirleytt er hann einnig að blessa með hægri hendi þá sem krjúpa við fætur hans.
Trúarleiðtoginn er fræðarinn, kennarinn og er hið yfirnáttúrulega og tilfinningalega vald.

ÞEGAR SPILIÐ SNÝR RÉTT

Strangtrúnaður. Hollusta við hið ríkjandi stjórnvald. Neitar breytingum. Einnig er þetta spil gott fyrir listamenn því það táknar andlegan innblástur. Leyndarmál verða upplýst.

ÞEGAR SPILIÐ SNÝR ÖFUGT

Lygar. Rógburður. Svik. Frjálshyggja og trúfrelsi, jafnvel trúgirni. Aðlögunarhæfileikar.