Svarti steinninn Svarti steinninn er staðsettur í Kaaba, heilögum reit múslima sem hverjum manni ber að heimsækja á ævi sinni.
Því er trúað að steinninn hafi verið sendur frá guði og sé frá tímum Adam og Evu.
Líklegast er þetta loftsteinn sem útskýrir hvers vegna mönnum hefur þótt hann svo merkilegur.
Hann er um 30 cm að þvermáli og í silfurumgjörð.
Þó svo að hann sé sterkt tákn í Islam þá var hann einnig trúartákn í forn arabískum trúarbrögðum og töldu þau að svarti liturinn væri tilkominn vegna þess að steinninn drægi í sig syndir manna.
Eftir margra ára þukl og þrá um að láta þrífa burt syndir sínar sést greinilega rof á steininum og fær fólk ekki að snerta hann lengur heldur gengur í kringum húsið sem hann er geymdur, Kaaba
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig