Dulspeki Ég heiti Kristján Frímann Kristjánsson, ég er myndlistarmaður og draumtúlkandi.
Ég kynntist Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur 1980 en þá bjó ég erlendis og kom hingað í fríum. Í kynnum okkar ræddum við m.a. pólitík og framtíðina en Ingibjörg var þá í sagnfræði og mjög svo óráðin um næstu skref. Ég kvatti hana til lags við pólitíkina og sagði henni að þar ætti hún framtíðina fyrir sér. Þetta hugboð mitt ákvarðaðist af spjalli okkar en einnig innsæi mínu. Árið eftir (1981) málaði ég meðfylgjandi mynd af framtíð Ingibjargar og sýndi á sýningu í Ásmundarsal 1986. Myndin lýsir Ingibjörgu hefja upp pýramíta (tákni breyttrar hugsunar og framfara) nýrra tíma úr íslenskum veruleika (hraunið), en flekar gamalla gilda víkja (flekarnir ofar til vinstri), á flekunum birtist talan 3. Mér sýnist því að tími myndarinnar sé kominn nú með framboði Ingibjargar til Alþingis árið 2003.