Það kemur einstaka sinnum að ég dreymi draum og mér finnst ég ráða allgjörlega hvað gerist í draumnum. Ef ég er ósáttur þá breyti ég draumnum, t.d um staðsetningu. Síðan stundum ákveð ég bara að vakna og þá vakna ég. Þetta getur komið sér vel ef draumurinn er BLÁR og maður vill stjórna en það er aldrei þannig draumur sem ég ræð svona yfir. En þessir draumar koma bara einstaka sinnum, oftast ræð ég engu í draumnum og hleyp alltaf ógeðslega hægt þegar ég vil forða mér burt. Já allveg rétt, hvað er með það að dreyma um einhvern sem maður hefur ekki séð í mörg ár eða hugsað um í langan tíma. Skilur mig einhver með þessa draumastjórn? Hefur einhver lent í þesssu?