Það gerðist svolítið um daginn sem mig langar að deila með ykkur (þar sem enginn annar nennir að hlusta á mig)

Ég var hjá vinkonu minni um helgina því að mamma hennar hafði farið í e-a veislu. Klukkan var orðin e-ð um 11 og ekkert skemmtilegt eftir í sjónvapinu þannig að við settum bara popptíví á og ég fór að teikna merki rétt fyrir ofan lófann hennar og hún átti að geta hvaða merki ég var að gera (viss um að þið hafið prófað þetta…) Allavegana, þegar hún nennti því ekki lengur reis ég snögglega upp, benti á hana og spurði: “Hvað er ég að hugsa NÚNA!” Þegar ég sleppti orðinu hugsaði ég ósjálfrátt “ís” af engri ástæðu…
Hún varð svolítið hissa og lyfti upp snakk-skrúfu sem hún hafði haldið á, án þess að segja neitt. Ég hélt náttúrulega að hún ætlaði að segja “snakk!” og fara svo að hlægja (ágiskun út í loftið) þannig að ég varð frekar vonsvikin og sagði: “Nei, Ís” en ákkúrat á þeirri millísekúndu og ég sagði ís, sagði hún það líka. Mér brá ekkert smá….

Pínulítið spúkí???